Fimmtudagur 27.08.2015 - 15:11 - FB ummæli ()

Gjaldþrotastefna borgarinnar

Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum er algjörlega fyrirmunað að reka borgina. Hallareksturinn heldur áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir útgjöldum þrátt fyrir að útsvarið sé í botni.

Uppgjör fyrir rekstur borgarinnar fyrstu 6 mánuði ársins liggur fyrir og sýnir að áfram sé mikið tap á A-hluta eða sem nemur rúmum 3 milljörðum. Það er næstum því tvöfalt meira tap en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Fjármálaskrifstofu borgarinnar er nóg boðið, eins og borgarbúum öllum ætti að vera, og segir í skýrslu sinni að þessi slæma niðurstaða kalli á viðbrögð í fjármálastjórnun borgarinnar. Það er spurning hvort Dagur borgarstjóri hlusti á það.

Rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar skipt­ist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekj­um, þ.e. aðalsjóður, eigna­sjóður og bíla­stæðasjóður. Á síðasta ári var tap aðalsjóðs rúmir 7 milljarðar en eignasjóðurinn var í jákvæður um 4 milljarða en peningurinn þar er notaður til að vega upp tapið í aðalsjóði í stað þess að viðhalda eignum borgarinnar eins og eignasjóði ber að gera.

Til B-hluta telj­ast síðan fjár­hags­lega sjálf­stæð fyr­ir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu borg­ar­inn­ar, en rekst­ur þeirra er að stofni til fjár­magnaður með þjón­ustu­tekj­um. Fyr­ir­tæk­in eru: Faxa­flóa­hafn­ir sf., Fé­lags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höll­in hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Orku­veita Reykja­vík­ur, Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jör­und­ar ehf.

Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn á fundi borgarráðs í dag:

„Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 var lagður fram þann 9. apríl 2015, fyrir tæpum 5 mánuðum. Á þessum tíma hafa Framsókn og flugvallarvinir gefið meirihlutanum svigrúm og vinnutíma til að bregðast við. Ekkert hefur bólað á frumkvæði meirihlutans að hugmyndum eða lausnum á því hvernig og með hvaða hætti hann hyggst taka á þeim mikla rekstrarvanda og taprekstri A-hluta borgarsjóðs, en aðalsjóður var rúmlega 7 milljarða í mínus. Þá hefur ekkert samráð verið haft við minnihlutann til að reyna að koma böndum á reksturinn. Í ljósi þessa og þeirrar staðreyndar að borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald, þá óska Framsókn og flugvallarvinir eftir því að meirihluti borgarstjórnar leggi fram í borgarráði ítarlegar upplýsingar um hvernig, með hvaða hætti og til hvaða aðgerða hann hyggst grípa til að bregðast án tafar við rekstrarvanda borgarinnar, eigi síðar en fyrir 9. september 2015.“

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur