Laugardagur 19.05.2018 - 11:58 - Lokað fyrir ummæli

Það á ekki að taka 3 ár að skipuleggja 450 íbúðir

Í Vikulokunum segir Dagur B. Eggertsson að reglur frá ríkinu geri það að verkum að það hafi tekið um 3 ár að skipuleggja um 450 íbúðir í Úlfarsárdal. Það er ekki rétt. Það er ekkert í reglum sem gerir það að verkum að þetta ferli taki 3 ár. Hér er ferillinn sem þetta tók ef farið er yfir fundargerðir borgarinnar:

  1. Borgarráð 20.08.2015 tillaga mín um að deiliskipulag Úlfarsárdals verði endurskoðað, sjá lið 19

https://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-5370

  1. Borgarráð 15.10.2015 samþykkt að endurskoða deiliskipulagið sjá lið 21

https://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-5378

  1. Borgarráð 9.06.2016 samþykkt lýsing vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins, liður 14

https://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-5410

  1. Borgarráð 11.05.2017, samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu, sjá lið 9

https://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-5452

  1. Borgarráð 5.10.2017, deiliskipulagið samþykkt (fjölgun um ca 450 íbúðir) sjá lið  19

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5469

  1. Borgarráð 12.10.2017 lóðavilyrði til Bjargs og Búseta, sjá liði 37 og 38

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5470

  1. Borgarráð 1.03.18 lagðir fram útboðsskilmálar v/Úlfarsársdals, frestað, liður 36

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5493

  1. Borgarráð 8.03.2018, samþykkt úthlutun lóða til Bjargs og Búseta, útboðsskilmálar samþ, sjá liði 34-36

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5494

  1. Borgarráð 15.03.18, liður 30, átakið íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, lóðir m.a. í Úlfarsárdal (frestað), samþykkt í borgarráði 12.04.18, liður 25

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5495

https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5498

  1. Lóðir í Úlfarsárdal auglýstar til sölu í byrjun apríl 2018

https://reykjavik.is/lodir-i-ulfarsardal

Það er einhver hluti lóðanna ekki byggingarhæfar alveg strax.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur