Færslur fyrir febrúar, 2016

Laugardagur 27.02 2016 - 14:31

Þétting byggðar og lítið lóðaframboð borgarinnar

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 gengur út á þéttingu byggðar. Þrátt fyrir stefnu bogarinnar um þéttingu byggðar er varla hægt að segja að borgin hafi verið með til sölu lóðir á þéttingarreitum í borginni frá 2010. Af þeim 45 lóðum fyrir samtals 97 íbúðir sem borgin úthlutaði á síðasta ári voru einungis 15 íbúðir á lóðum annars staðar […]

Miðvikudagur 24.02 2016 - 23:25

1887 íbúðir

Í fréttum RÚV í kvöld var fjallað um það að íbúðauppbyggingin gengur of hægt fyrir sig og eftirspurn sé langt umfram framboð. Nú séu 1887 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Hér er linkur á umfjöllunina: http://www.ruv.is/frett/ekki-byggt-nogu-hratt Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram að það þurfi að byrja byggja um 700 íbúðir á ári. Í Reykjavík […]

Föstudagur 19.02 2016 - 12:10

Lóðaúthlutanir borgarinnar 2015

Borgin hefur ekki verið með fjölbýlishúsalóðir til sölu með feiri en fimm íbúðum lengi. Á árinu 2015 úthlutaði borgin engri fjölbýlishúsalóð með fleiri en fimm íbúðum. Nú eru komnir þrír mánuðir síðan Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram fyrirspurn í borgarráði um það hvaða 10 lóðir það væru sem borgin úthlutaði síðast með fleiri en fimm íbúðum. […]

Fimmtudagur 11.02 2016 - 19:32

Biðlistaborgin Reykjavík

Það er staðreynd að fjárhagsstaða borgarinnar er mjög slæm. Það er líka staðreynd að biðlistar eftir grunnþjónustu borgarinnar eru mjög langir. Í árslok 2015 voru samtals 2.304 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði, stuðningsþjónustu og sérfræðiþjónustu skóla, þ.e. 535 voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu, 690 börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar, 723 voru á […]

Laugardagur 06.02 2016 - 14:15

Ógagnsæið í boði meirihlutans

Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans í borgarstjórn, þ.e. Pírata, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hefur ekkert gerst í þeim efnum. Það er bæði erfitt fyrir borgarbúa og borgarfulltrúa að nálgast ýmsar upplýsingar þar sem þær eru ekki aðgengilegar á vef borgarinnar. Heimasíðu borgarinnar er verulega áfátt og vantar mikið […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 22:47

Vatnsmýrin besta staðsetningin

Meirihluti landsmanna er hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni samkvæmt könnun sem Maskína gerði dagana 15. til 26. janúar sl. Samkvæmt könnuninni eru 59% hlynntir núverandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni en 22% andvígir. Alls svöruðu 847 manns eða 50% úrtaksins. Kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár sýna að landsmenn vilja hafa flugvöllinn […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 13:24

Æjjjjji byggðu bara sundlaug í garðinum hjá þér

Eins og allir vita er fjárhagsstaða borgarinnar mjög slæm undir stjórn Pírata. A-hluti borgarsjóðs var í 2,8 milljörðum í mínus 2014 og verður líklega í 13-15 milljörðum í mínus 2015. Á borgarstjórnarfundi í gær var ákveðið að skera niður kostnað upp á 1.780 mkr. Inni í þeirri tölu er m.a. niðurskurður upp á 80 milljónir […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur