Miðvikudagur 24.02.2016 - 23:25 - FB ummæli ()

1887 íbúðir

Í fréttum RÚV í kvöld var fjallað um það að íbúðauppbyggingin gengur of hægt fyrir sig og eftirspurn sé langt umfram framboð. Nú séu 1887 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Hér er linkur á umfjöllunina: http://www.ruv.is/frett/ekki-byggt-nogu-hratt

Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram að það þurfi að byrja byggja um 700 íbúðir á ári. Í Reykjavík var byrjað að byggja 614 íbúðir á árinu 2013, 597 íbúðir á árinu 2014 og útgefin byggingarleyfi á árinu 2015 voru 926.

Það tekur tíma að byggja eins og sjá má á vef Þjóðskrár Íslands þá fjölgaði íbúðum í Reykjavík með eftirfarandi hætti árin eftir hrun:

árslok fjöldi fjölgun
2008 49.638
2009 49.721 83
2010 50.149 428
2011 50.155 6
2012 50.287 132
2013 50.516 229
2014 50.914 398

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur