Föstudagur 19.02.2016 - 12:10 - FB ummæli ()

Lóðaúthlutanir borgarinnar 2015

Borgin hefur ekki verið með fjölbýlishúsalóðir til sölu með feiri en fimm íbúðum lengi. Á árinu 2015 úthlutaði borgin engri fjölbýlishúsalóð með fleiri en fimm íbúðum.

Nú eru komnir þrír mánuðir síðan Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram fyrirspurn í borgarráði um það hvaða 10 lóðir það væru sem borgin úthlutaði síðast með fleiri en fimm íbúðum. Borgarstjóri hefur eingöngu veitt upplýsingar um þrjár slíkar lóðir, þ.e. að einni hafi verið úthlutað á þessu kjörtímabili og tveimur hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili. Á fundi borgarráðs 14. janúar sl. upplýsti borgarstjóri að engar lóðir væru til sölu hjá borginni með fleiri en fjórum íbúðum en til stæði að úthluta lóðum undir 1200 íbúðir á þessu og næstu misserum.

Íbúðahúsalóðir sem borgin úthlutaði á árinu 2015

Á árinu 2015 úthlutaði borgin samtals 45 lóðum fyrir samtals 97 íbúðir, þ.e. 13 lóðum fyrir einbýlishús, 17 lóðum fyrir parhús með samtals 34 íbúðum, tveimur raðhúsalóðum fyrir þrjú hús á lóð samtals 6 íbúðir, þremur raðhúsalóðum fyrir fjögur hús á lóð samtals 12 íbúðir og fjórum raðhúsalóðum fyrir fimm hús á lóð eða samtals 20 íbúðir. Þá var einni lóð úthlutað með fjórum íbúðum í blönduðu húsnæði. Auk þess sem á fimm lóðum sem úthlutað var eru samtals 8 íbúðir, þ.e. fjögur sérbýli og eitt fjölbýli með 4 íbúðum.

Lang flestar lóðirnar í Úlfarsárdal

Lang flestar lóðirnar sem úthlutað var á árinu 2015 eru í Úlfarsárdal og fór meiri en helmingur þeirra fram í nóvember og desember 2015. Af þessum 97 íbúðum eru einungis 15 íbúðir á lóðum annars staðar en í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás.

Uppbygging tafist 

Í Morgunblaðinu 16. febúar sl. var umfjöllun um að upp­bygg­ing á fjölda þétt­ing­ar­reita í Reykja­vík hafi taf­ist og að taf­irn­ar munu að óbreyttu viðhalda eft­ir­spurn­arþrýst­ingi á fast­eigna­markaði í Reykja­vík­. Hér er linkur á umfjöllunina:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/16/hvar_eru_ibudirnar/

Málþing um húsnæðisuppbygginguna í nóvember 2014 og 2015

Reykjavíkurborg hélt málþing um húsnæðisuppbygginguna í Reykjavík í nóvember 2014 og í nóvember 2015. Á báðum málþingunum fór borgarstjóri yfir það hvað væri verið að byggja og hvað stæði til að byggja af íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

Hér er umfjöllun mín um það sem borgarstjóri kynnti annars vegar í nóvember 2014 og hins vegar í nóvember 2015. Þar kemur m.a. fram hvar er verið að byggja, hvar á að fara að byggja, hve mikið verður byggt, hverjir eru að byggja, í höndum hverra lóðirnar eru og upplýsingar um kosningaloforðið um 2500-3000 íbúðir.

Hér er linkur á umfjöllun mína og samantekt á glærukynningunni sem borgarstjóri var með í nóvember 2014:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/11/12/eru-2500-3000-nyjar-ibudir-i-bodi-borgarstjora/

Hér er linkur á umfjöllun mína og samantekt á glærukynningunna sem borgarstjóri var með í nóvember 2015:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/01/17/husnaedisuppbyggingin-i-reykjavik-malthing-november-2015/

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur