Miðvikudagur 03.02.2016 - 13:24 - FB ummæli ()

Æjjjjji byggðu bara sundlaug í garðinum hjá þér

Eins og allir vita er fjárhagsstaða borgarinnar mjög slæm undir stjórn Pírata. A-hluti borgarsjóðs var í 2,8 milljörðum í mínus 2014 og verður líklega í 13-15 milljörðum í mínus 2015.

Á borgarstjórnarfundi í gær var ákveðið að skera niður kostnað upp á 1.780 mkr. Inni í þeirri tölu er m.a. niðurskurður upp á 80 milljónir í sérkennslu og stuðningi við skólabörn. Á sama fundi ákváðu Píratar hins vegar að fara í framkvæmdir við Grensásveg upp á 170 milljónir. Þetta er svona eins og þeir sem þyrftu að spara í heimilisrekstrinum myndu skera niður allan nauðsynlegan rekstrarkostnað heimilisins en byggja sundlaug í garðinum staðinn.

Það er spurning hver viðbrögð Pírata eru við ályktun Félags skólastjórnenda í Reykjavík og áskorun foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti.

Í ályktun skólastjórnenda kemur m.a. fram að umtalsverður niðurskurður, sem gripið var til í kreppunni, bæði á almennum rekstri og stjórnun, hafi ekki verið bættur og því hafi rekstur skólanna verið afar erfiður. Á síðustu árum hafi niðurskurðurinn enn verið aukinn m.a. niðurskurður í sérkennslu á árinu 2015. Sú ákvörðun að skólar flytji nú með sér halla á rekstri ársins 2015 yfir á 2016, um leið og boðaður er frekari niðurskurður, muni eingöngu leiða til skertrar þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar á komandi misserum.

Þá kemur fram í áskorun frá öllum foreldrafélögum grunnskóla í Breiðholti að niðurskurður fjármagns til skólastarfs hafi nú þegar verið umtalsverður síðustu misseri og sé svo komið að grunnþjónusta eigi mjög undir högg að sækja. Sérkennsla hafi dregist saman og allur stuðningur til barna með hverskonar sérþarfir sömuleiðis.  Notendur þjónustu skólanna séu börn sem eiga allt sitt undir ákvörðunum fullorðinna, en hafa engar leiðir til áhrifa á þær ákvarðanir. Ef vel sé búið að menntun barna og skólaumhverfi muni þau endurgjalda það margfalt.  Þá segir. „Við sem störfum í sjálfboðastarfi í foreldrafélögum skólanna störfum eftir þessari hugsjón, að vera málsvarar barnanna og búa börnum hverfisins gott skólaumhverfi, og skorum við á borgina að standa vel að sínu hlutverki gagnvart börnum borgarinnar.“

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur