Miðvikudagur 20.01.2016 - 08:02 - FB ummæli ()

Þrenging Grensásvegar

Á fundi borgarstjórnar í gær var lögð fram tillaga minnihlutans í borgarstjórn, þ.e. Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks, um að hætt yrði við þrengingu Grensásvegar. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, felldu tillöguna.

Í bókun minnihlutans segir:

„Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir meiri rekstrarvanda en dæmi eru um í langri sögu borgarinnar. Starfsfólki hefur verið falið að leita leiða til að skera niður um 1,8 milljarða. Mestur niðurskurður er á skóla- og frístundaasviði og velferðarsviði.

Fjárfrekum verkefnum er slegið á frest, biðlistar eru langir en þrenging Grensásvegar sem áætlað er að kosti 170 milljónir er nú sett í forgang. Reynslan kennir okkur að með þrengingu gatna mun bílaumferð leita inn í nærliggjandi íbúðahverfi þar sem börn eru að leik. Grensásvegur er ekki í flokki hættulegra gatna. Engu að síður er hægt að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með kostnaðarminni aðgerðum. Þrenging götunnar er ekki forsenda aukins öryggis og 170 milljón króna framkvæmd er ekki í neinum takti við þann niðurskurð sem unnið er að í öllu borgarkerfinu.

Flokkarnir styðja hjólreiðaáætlun en á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna grunnþjónustu borgarinnar, biðlistar eru langir og fjármálin slæm þarf að forgangsraða fjármunum og þetta verkefni er ekki slíkt forgangsmál.“

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/01/15/folki-er-audvitad-misbodid/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur