Sunnudagur 17.01.2016 - 15:25 - FB ummæli ()

Húsnæðisuppbyggingin í Reykjavík málþing nóvember 2015

Í nóvember 2015 var málþing um húsnæðisuppbygginguna í Ráðhúsinu. Þar fór borgarstjóri meðal annars  yfir það hvað verktakar eru að byggja og hvað þeir ætla að byggja í borginni.

Á málþinginu kom í ljós að uppbyggingin gengur hægar fyrir sig en borgarstjóri var áður búinn að spá. Í mars 2014 spáði borgarstjóri, þá sem formaður borgarráðs, að byrjað yrði að byggja 950 íbúðir á árinu 2014. Staðreyndin er hins vegar sú að byrjað var að byggja 597 íbúðir á árinu 2014

Þá spáði hann því að byrjað yrði að byggja 1900 íbúðir á árinu 2015 en fjöldi nýrra íbúða í samþykktum byggingaráformum árið 2015 var samtals 969 og í útgefnum byggingarleyfum samtals 926.

Ef nýjustu áætlanir borgarstjóra, sem hann kynnti í nóvember sl., ganga eftir verður byrjað að byggja um 5000 íbúðir næstu 5 árin. Verður spennandi að sjá hvort byggðar verða 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir á 5 árum en nú er liðnir 19 mánuðir af kjörtímabilinu.

Hlutverk borgarinnar er að skipuleggja og úthluta lóðum

Hlutverk borgarinnar er að skipuleggja borgina svo hægt sé að byggja og að úthluta lóðum til að byggja á. Flestar þær lóðir sem verið er að byggja á eru lóðir sem búnar eru að vera í höndum annarra aðila en borgarinnar lengi og ekki að sjá að þar verði til sölu ódýrar íbúðir eins og sjá má á fasteignaauglýsingum.

Þar sem ekki er mikið til af lausum lóðum í eigu borgarinnar þar sem mesta uppbyggingin á að fara fram höfum við lagt til að byggt verði meira í Úlfarsárdal t.d. með því að skipuleggja fjölbýlishúsalóðir á svæðinu milli Mímisbrunns og Bauhaus.

Borgarstjóri hefur nú upplýst að engar fjölbýlishúsalóðir séu til sölu í Reykjavík með fleiri en 4 íbúðum en á næstu misserum muni borgin úthluta lóðum undir ca 1200 íbúðir.

Það þarf að setja í forgang að fjölga félagslegum leiguíbúðum, úthluta lóðum undir stúdentaíbúðir og úthluta lóðum til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða til að byggja leigu- og búseturéttaríbúðir meðal annars fyrir ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat, býr í foreldrahúsum eða ósamþykktu húsnæði eða leigir á almenna leigumarkaðnum langt umfram greiðslugetu.

Það er einmitt síðast nefndi hópurinn sem virðist að mestu hafa gleymst þó svo að húsnæðisstefna Reykjavíkur frá 2011 geri ráð fyrir þeim hópi. Núna er árið 2016 og húsnæðisstefnan er ekki enn komin til framkvæmda. Það þurfa að vera til lóðir svo hægt sé að byggja slíkar íbúðir. Ekki er nóg að einungis sé gert ráð fyrir slíkum íbúðum fyrir stúdenta og aldraða heldur þurfa að vera til slíkar íbúðir fyrir alla aldurshópa. Á næstu dögum mun borgarstjóri vonandi upplýsa hvort umræddar lóðir sem að úthluta, einhvern tíma á næstu misserum, séu ætlaðar ákveðnum aðilum eða hópum en gera má ráð fyrir að stærsti hluti þeirra verði fyrir námsmenn, aldraða og Félagsbústaði.

Kynning borgarstjóra, þá sem formaður borgarráðs, í mars 2014

Þar upplýsti hann að byrjað hefði verið að byggja 614 íbúðir á árinu 2013. Benti hann á að það hefði þurft að byggja 2700 fleiri íbúðir á árunum 2007-2012 til þess að halda meðaltali undanfarinna áratuga.

Gerði hann ráð fyrir því að framkvæmdir myndu hefjast við 4200 íbúðir á næstu 3 árum og spáði því að hafin yrði bygging á 950 íbúðum á árinu 2014.

Spá hans um að byrjað yrði að byggja 950 íbúðir á árinu 2014 gekk ekki eftir heldur var raunin sú að byrjað var að byggja 597 íbúðir.

Kynning borgarstjóra í nóvember 2014, útskýring á kosningaloforðinu?

Þar gerði borgarstjóri ráð fyrir því að byrjað yrði að byggja 1900 íbúðir á árinu 2015. Í árslok var búið að veita byggingarleyfi ryrir rúmlega 900 íbúðum. Einnig kom fram í glærunum sem hann fór yfir að gert væri ráð fyrir að byrjað yrði að byggja 22oo íbúðir 2016 og 2800 íbúðir 2017.

Þá fór borgarstjóri yfir uppbyggingu á samtals 2409 íbúðum á vegum ýmissa aðila en sú upptalning virðist vera hluti af kosningaloforðinu um 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir næstu 5 árin en um eftirtaldar íbúðir er að ræða: Félagsbústaðir 500 íbúðir, 1100 stúdentaíbúðir, Búseti 451 íbúð, íbúðir fyrir aldraða 280, ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk 28 íbúðir og 50 íbúðir fyrir öryrkja, Brynja hússjóður.

Hér má finna link á grein sem ég skrifaði um þá kynningu:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/11/12/eru-2500-3000-nyjar-ibudir-i-bodi-borgarstjora/

Kynning borgarstjóra í nóvember 2015

Hér að neðan er að finna samantekt á glærunum sem borgarstjóri fór yfir á kynningunni, þ.e. í fyrsta lagi þar sem búið er að samþykkja deiliskipulag, í öðru lagi þar sem deiliskipulag er í vinnslu og í þriðja lagi framtíðarsvæði:

1. Samþykkt deiliskipulag
Grandavegur 142 Þingvangur ehf. Framkvæmdir klárast 2016 og 2017
Nýlendureitur 20 Reir ehf. Framkvæmdir ekki hafnar
Tryggvagata 13 40 T13 ehf. Framkvæmdir hafnar
Austurhöfn 1-2 80 Landstólpar þróunarf. Framkvæmdir hafnar
Austurhöfn 5 90 Kolufell ehf. Framkvæmdir hefjast 2016
Hljómalindarreitur 25 Þingvangur ehf. Verklok 2015
Brynjureitur 80 Þingvangur ehf. Framkvæmdir að hefjast
Frakkastígsreitur 68 Blómaþing ehf. Framkvæmdir hafnar
Skuggahverfi 77 Skuggi 3 ehf. Verklok fyrri áfanga 2015 og seinni 2016
Hverfisgata 59-61 24
Brautarholt 7 102 Félagsstofnun stúdenta Verklok ágúst 2016
Smiðjuholt 204 Búseti Verklok 2016-2018
Guðrúnartún 100 Framkv. hafnar á 1 lóð
Höfðatorg 80 Eykt ehf. Heimild fyrir 250 á reitnum skv Aðalskipulagi
Skipholt 11-13 20 Upphaf fasteignafél. Framkv. í gangi
Mánatún 175 Mánatún hf. 90 íbúðir tilbúnar, framkv.tími seinni áfanga 2015-2018
Sigtúnsreitur 108 Helgaland ehf.
Hlíðarendi 600 Valsmenn/Rvk 60 námsmannaíb.
Háskólinn í Reykjavík 350 HR Framkv. geta hafist 2016, stúdenta- og starfsmannaíbúðir
Sléttuvegur 280 Þjónustuíb. f. aldraða, hjúkrunarheimili, búseturéttur, almennar íbúðir
Suðurlandsbraut 68-70 74 Grund Mörkin Verklok mars 2018, búseturéttur, íbúðir fyrir aldraða
Suður Mjódd 104 Búseturéttur, íbúðir fyrir aldraða
Eddufell 8 24 Heimavellir Tilbúið maí 2015, íbúðir í langtímaleigu
Bryggjuhverfi 245 ÞG verk 1. áfangi 185 íb. hófst í des 2014/2. áfangi 69 íb. hefst 2015 eða 2016?
Hraunbær 103-105 50 Reykjavíkurborg Skipulag í auglýsingu
Úlfarsárdalur 49 einbýlishúsalóðir til sölu, mögul að íbúðum fjölgi um 5-700
Reynisvatnsás 27 einbýlishúsalóðir til sölu, Búseti fjórar raðhúsalóðir fyrir 18 íbúðir, íbúðir afh. 2016-2017
2. Deiliskipulag í vinnslu
Keilugrandi 78 Búseti Áætluð afh. 2017-2018
Vesturbugt 170 Reykjavíkurborg  Rvkhús
Háskóli Íslands 400 Háskóli Íslands
Frakkastígur 1 20 Reykjavíkurborg Til skoðunar sem Rvk hús
Baróns- og Laugavegsreitir 200 ÞG verk
Stakkahlíð 150 Reykjavíkurborg 50 íbúðir f. aldraða og 100 námsmannaíb.
Reykjavíkurhús v/HR Reykjavíkurborg 50-80 íbúðir
Borgartún/Nóatún Margir eigendur 50-100
Borgartún 28 21 HEK ehf.
Kirkjusandur RVK/Íslandsbanki 300-360 íb., framkv. áformaðar 2016
Efstaleiti 250 RVK/Skuggi ehf 40 íb. í Rvk hús
Vogabyggð 1120 Margir eigendur Framkv.tími 2017-2020
Elliðabraut 4-6 og 8-14 115 Mótx/Þingvangur
3. Framtíðarsvæði
Bykoreitur 70
Landhelgisgæslureitur 120 Fasteignir ríkissjóðs
Héðinsreitur 275
Stjórnarráðsreitur
Heklureitur 100 Hekla
Skerjabyggð 800 Rvk/ríki 150 stúdentaíb
Veðurstofuhæð
Kringlan 150 skv. Aðalskipulagi
Ármúli/Síðumúli 450 skv. Aðalskipulagi
Skeifan 500
Lauganes 150 Húsnæði LHÍ
Fossvogur v/Borgarspítala 15
Hraunbær-Bæjarháls
Móavegur/Spöng 100 Reykjavíkurborg
Ártúnshöfði 3200 íbúðir til ársins 2030

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur