Árið hjá meirihlutanum í Reykjavík, þ.e. Samfylkingu, Pírötum, Vinstri grænum og Bjarti framtíð, byrjaði með klúðrinu með ferðaþjónustu fatlaðra og endaði með klúðrinu um deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar. Í báðum þessum málum vildi meirihlutinn ekki hlusta á tillögur okkar og ábendingar, hvorki að stofna aðgerðarhóp á fyrsta borgarstjórnarfundi ársins vegna ferðaþjónustu fatlaðra en neyddist svo til gera […]
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með deiliskipulaginu var flugbraut 06/24 eða svokölluð neyðarbraut, tekin út af skipulagi. Þær röksemdir sem notaðar voru við athugasemdir sem bárust við breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem var samþykkt […]