Þriðjudagur 18.10.2016 - 20:12 - FB ummæli ()

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst.

Í svörum við fyrispurnum Framsóknar og flugvallarvina um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar kemur fram að veikindahutfallið var 6,1% árið 2013, 6% árið 2014 og 5,9% árið 2015. Þó veikindahlutfallið fari lækkandi er það alltof hátt og langt umfram það sem ásættanlegt er.

Þumalputtareglan hefur verið sú hjá atvinnurekendum að ef veikindahlutfallið sé komið yfir 4% á ársgrundvelli þá sé það á rauðu svæði en helst vilji atvinnurekendur sjá tölur frá 0 upp í 2-3% yfir árið. Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er langt yfir því. Ljóst er að viðverustefna borgarinnar er ekki að virka sem skyldi og því þarf að grípa til frekari aðgerða.

Í svari við fyrirspurn um kostnað vegna veikinda, sundurliðað eftir sviðum/skrifstofum borgarinnar árið 2015 kemur fram að á velferðarsviði, skóla- og frístundasviði og íþrótta- og tómstundasviði sé haldið sérstaklega utan um kostnað vegna afleysinga tilkominna vegna veikindafjarvista.

Árið 2015 var kostnaður vegna afleysinga í langtíma og skammtímaveikindum á íþrótta- og tómstundasviði 26,7 mkr., á velferðarsviði 207 mkr. og á skóla- og frístundasviði var kostnaður vegna afleysinga í langtímaveikindum metinn á 473 mkr. og greiðslur vegna skammtímaveikinda 603 mkr.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur