Meirihlutanum í borgarstjórn gengur illa undir forystu Dags B. Eggertssonar að láta áætlanir í húsnæðismálum ganga upp þó svo borgarstjóri sé duglegur að leika að sér að tölum. Á einu ári hefur umsækjendum á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum fjölgað um 23,5%. Í árslok 2016 voru 893 umsækjendur á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum, þar af […]
Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar sem er frá árinu 2011 hefst á þessum orðum: „Stefna Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.“ Síðan eru liðin rúm 5 ár og ástandið aldrei verið verra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið duglegur að þylja upp hvað […]
Á síðasta borgarstjórnarfundi sem haldinn var 10. janúar sl. lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu um viðræður borgarstjóra og innanríkisráðherra um tímabundna opnun NA-SV flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, eða svokallaðrar neyðarbrautar, fyrir sjúkraflug. Tillagan: „Borgarstjórn samþykkir að borgarstjóri ræði við innanríkisráðherra og veiti ríkinu heimild Reykjavíkurborgar til þess að hafa NA-SV flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli opna fyrir sjúkraflug […]