Fimmtudagur 05.11.2015 - 21:00 - FB ummæli ()

Fjölgun íbúða í Reykjavík

Á heimasíðu Þjóðskrár Íslands www.skra.is er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum. Þar er m.a. að finna upplýsingar um fjölda og skiptingu íbúða eftir sveitarfélögum í árslok hvers árs frá árinu 1994 til og með 2014 og hvernig íbúðirnar skiptast í einbýli og fjölbýli frá 2011 til ársloka 2014.

Í árslok 2014 voru samtals 50.914 íbúðir í Reykjavík, þ.e. einbýli 9.733, tvíbýli 4.488, 3-5 íbúða hús 9.980, 6-12 íbúða hús 14.421, 13 eða fleiri íbúðir í húsi 11.721 og íbúðir í öðrum húsum en íbúðarhúsum 571.

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram að markmiðið sé að byggðar verði að meðaltali 700 íbúðir á ári. Í töflunni hér að neðan, sem gerð er á grundvelli upplýsinganna á heimasíðunni, má sjá fjölda og fjölgun íbúða í Reykjavík síðustu 15 árin:

árslok fjöldi fjölgun
2000 43.878
2001 44.365 487
2002 45.076 711
2003 46.131 1.055
2004 47.036 905
2005 47.721 685
2006 48.523 802
2007 49.190 667
2008 49.638 448
2009 49.721 83
2010 50.149 428
2011 50.155 6
2012 50.287 132
2013 50.516 229
2014 50.914 398

 

 

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur