Miðvikudagur 15.10.2014 - 19:50 - FB ummæli ()

Fundur um skipulagsmál í Borgartúni

Eitt helsta þéttingarsvæði borgarinnar er Borgartúnið. Þar hafa og eru að rísa mjög háar byggingar og var gatan sjálf nýlega tekin í gegn. Sitt sýnist hverjum um þær framkvæmdir. Mér persónulega líst ekkert sérstaklega vel á þær. Fyrir minn smekk er gatan of þröng og lýsingin röng þ.e. ljósastaurarnir lýsa ekki á gangstéttirnar og hjólastígana sem skapar hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Ég mæli því ekki með því að náttblint fólk keyri um Borgartúnið í myrkri. Þá getur verið erfitt að átta sig á hvar innkeyrslur eru á nokkrum stöðum inn á bílastæðin við húsin (eflaust vegna “köflóttra” stétta) og á háannatíma tekur oft svolítinn tíma að komast aftur út á götuna. Á meðan blokkera bílarnir gangstéttina og hjólastíginn.

Á morgun fimmtudaginn 16. október kl. 16:15 verður haldinn fundur í Borgartúni 12 á 7. hæð í fundarsalnum Kerhólum þar sem ræða á þær miklu breytingar sem orðið hafa í Borgartúninu vegna uppbyggingar og endurgerðar götunnar og mun Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, greina frá framtíðarsýn borgaryfirvalda um Borgartúnið. Áhugaverður fundur sem eflaust margir hafa gagn og gaman af að mæta á.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur