Þriðjudagur 08.11.2016 - 15:11 - FB ummæli ()

57 leiguíbúðir á 6 árum

Á heimasíðu Félagsbústaða er að finna skýrslur stjórnar fluttar á aðalfundum félagsins og tilkynningar til Kauphallarinnar um fjölda íbúða í eigu félagsins. Hér að neðan er tafla sem unnin er upp úr þessum gögnum sem sýnir fjölda íbúða í eigu félagsins í árslok 2009-2015:

Fjöldi íbúða í árslok 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
1. Almennar leiguíbúðir 1844 1844 1789 1790 1778 1817 1901
2. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða 310 310 305 307 307 307 307
3. Íbúðir í sértækum búsetuúrræðum 114 115 137 118 118
fyrir fatlaða einstaklinga*

Í árslok 2009 áttu Félagsbústaðir samtals 1844 almennar félagslegar leiguíbúðir og 310 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Sex árum síðar eða í árslok 2015 áttu Félagsbústaðir 57 fleiri félagslegar almennar leiguíbúðir en í árslok 2009. Á sama tímabili hafði þjónustuíbúðum fyrir aldraða fækkað um þrjár. Þá hefur íbúðum í sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlaða einstaklinga einungis fjölgað um fjórar frá árslokum 2011 til ársloka 2015.

Þess má geta að það var fyrst í október 2015 sem Félagsbústaður áttu jafn margar almennar félagslegar leiguíbúðir og félagið átti á árunum 2009 og 2010. Hér er linkur á grein sem ég skrifaði skömmu fyrir það eða í ágúst 2015:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/08/11/felagslegum-leiguibudum-faekkar-i-reykjavik/

Á fundi borgarráðs 3. nóvember sl. var upplýst að Félagsbústaðir hafi á tímabilinu 1. janúar 2016 til 15. september 2106 keypt 11 eignir sem innihalda 15 leigueiningar. Engin eign hafi verið seld á tímabilinu.

 

*Frá árinu 2011 hafa Félagsbústaðir einnig átt íbúðir í sérstækum búsetuúrræðum fyrir fatlaða einstaklinga þar sem málefni fatlaðs fólks var flutt frá ríki til sveitarfélaga.

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur