Á heimasíðu Félagsbústaða er að finna skýrslur stjórnar fluttar á aðalfundum félagsins og tilkynningar til Kauphallarinnar um fjölda íbúða í eigu félagsins. Hér að neðan er tafla sem unnin er upp úr þessum gögnum sem sýnir fjölda íbúða í eigu félagsins í árslok 2009-2015:
Fjöldi íbúða í árslok | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 |
1. Almennar leiguíbúðir | 1844 | 1844 | 1789 | 1790 | 1778 | 1817 | 1901 |
2. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða | 310 | 310 | 305 | 307 | 307 | 307 | 307 |
3. Íbúðir í sértækum búsetuúrræðum | 114 | 115 | 137 | 118 | 118 | ||
fyrir fatlaða einstaklinga* |
Í árslok 2009 áttu Félagsbústaðir samtals 1844 almennar félagslegar leiguíbúðir og 310 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Sex árum síðar eða í árslok 2015 áttu Félagsbústaðir 57 fleiri félagslegar almennar leiguíbúðir en í árslok 2009. Á sama tímabili hafði þjónustuíbúðum fyrir aldraða fækkað um þrjár. Þá hefur íbúðum í sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlaða einstaklinga einungis fjölgað um fjórar frá árslokum 2011 til ársloka 2015.
Þess má geta að það var fyrst í október 2015 sem Félagsbústaður áttu jafn margar almennar félagslegar leiguíbúðir og félagið átti á árunum 2009 og 2010. Hér er linkur á grein sem ég skrifaði skömmu fyrir það eða í ágúst 2015:
http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/08/11/felagslegum-leiguibudum-faekkar-i-reykjavik/
Á fundi borgarráðs 3. nóvember sl. var upplýst að Félagsbústaðir hafi á tímabilinu 1. janúar 2016 til 15. september 2106 keypt 11 eignir sem innihalda 15 leigueiningar. Engin eign hafi verið seld á tímabilinu.
*Frá árinu 2011 hafa Félagsbústaðir einnig átt íbúðir í sérstækum búsetuúrræðum fyrir fatlaða einstaklinga þar sem málefni fatlaðs fólks var flutt frá ríki til sveitarfélaga.