Oxfam, bresk hjálparsamtök, birtu nýlega skorinorða áskorun til samkomu helstu valdsmanna heimsins, sem nú hittast á árlegum fundi í Davos í Sviss. Áskorunin er sú, að auðmenn heimsins – áhrifamiklir atvinnurekendur, fjármálamenn og stjórnmálamenn – standi við fagurgalann sem þeir viðhafa á tillidögum og hætti að vinna að forréttindum hinna fáu útvöldu í heiminum. Breyti […]
Kjarasamningurinn fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 2,8% almennri kauphækkun. Hann er kallaður “kaupmáttarsamningur” og sagður vera að “skandinavískri fyrirmynd”. Hvað þarf til að samningurinn skili skandinavískri kaupmáttaraukningu á árinu sem framundan er? Jú, verðbólgan á árinu þarf að vera minni en kauphækkunin, þ.e. minni en 2,8%. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og hefur það einungis […]
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hefur skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Hann leggur áherslu á nýsköpun og þekkingarhagkerfið, bætt skipulag, velferðar- og húsnæðismál. Í dag var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Landsspítalans, Samtaka sveitarfélaga og Háskólans í Reykjavík um að þessir aðilar muni vinna saman að uppbyggingu nýsköpunar og þekkingarfyrirtækja á Vatnsmýrarsvæðinu. Hugmyndin er komin […]
Guðrún Johnsen, lektor í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, sendi frá sér bókina Bringing Down the Banking System – Lessons from Iceland í síðustu viku. Það er hin virta útgáfa Palgrave-MacMillan sem gefur bókina út. Guðrún kynnti bókina á fjölmennum fyrirlestri í hátíðarsal HÍ á fimmtudag. Guðrún er sérstaklega vel til þess fallin að fjalla um […]
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor er snjall og talnaglöggur maður. Hann er sífellt að grafa upp staðreyndir um undarlega viðskiptahætti, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði. Hann hreyfir oft við gagnlegum umræðuefnum og lætur hvergi deigan síga þó sægreifar og bændahöfðingjar sæki að honum með vopnaskaki. Hann heldur sínu striki og lætur staðreyndirnar tala. Nú síðast upplýsti […]
Það er athyglisverð umræðan um Al-Thani dóminn yfir nokkrum Kaupþingsmönnum. Ég hef enga sérstaka skoðun á þeim dómi. Ég tók þó eftir því að Sérstakur saksóknari hefur lengi verið með málið í rannsókn og dómur var felldur um fimm árum eftir að meintu afbrotin áttu sér stað. Í framhaldi tók Brynjar Níelsson til máls og […]
Þetta er impróvíseruð götumynd frá New York. Ekki meira um það að segja… Smellið á myndina til að fá stærri og betri útgáfu – hún eflist mikið við það! Gallerí mitt með myndum frá New York er nú fullbúið og má sjá það í heild sinni hér: http://www.pbase.com/stefanolafsson/new_york
Það stendur upp úr sumum hér á landi að kjarasamningarnir sem gerðir voru í skjóli jóla hafi byggt á “skandinavískri aðferðafræði”. Látið er í veðri vaka að þessi skandinavíska aðferðafræði felist í því að semja um minni kauphækkanir en nemur verðbólgustigi og verðbólguspá fyrir samningstímann. Svo er sagt að þannig megi ná “raunverulegri kjarabót”. Það […]
Hér er stórmerkilegt myndband af tilraun um réttlætisskynjun apa. Tveir apar voru þjálfaðir í að leysa verkefni, sem umbunað var fyrir, með agúrkubita. Síðan var breytt til og annar fékk betri verðlaun en hinn (vínber í stað agúrku). Öpum þykir meira til vínberja koma. Þá varð réttlætiskennd þess sem fékk agúrkuna misboðið. Sjáið viðbrögð hans […]
Nú er lag til alvöru breytinga í kjarasamningum. Ef launþegahreyfingin og atvinnurekendur eru ákveðin í að semja um mjög litlar kauphækkanir, ekki bara í hinum nýja “aðfararsamningi” heldur einnig til langs tíma í framhaldinu, eins og sagt er, þá þarf annað verklag í samningum. Með svo lágum kauphækkunum, sem stefna einungis að 1-3% kaumáttaraukningu á […]
Fyrri pistlar