Þriðjudagur 02.10.2012 - 15:28 - Rita ummæli

Lýgur Samfylkingin og VG?

Stefán Ólafsson prófessor ofl. birta reglulega pistila hér á Eyjunni og segja m.a. formann Sjálfstæðisflokksins fara með rangt mál þegar rætt er um efnhagsmál á Íslandi. Hvað er hið rétta þegar snýr að heimilum á Íslandi?

Staða efnahagsmála er svo skelfileg undir stjórn VG og Samfylkingarinnar að sumir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar virðast þurfa að hagræða sannleikanum og segja aðra ljúga þegar reynt er að varpa réttu ljósi á ástand efnahagsmála. Nú má gera smá tilraun og kanna hvort ég verð hér talinn ljúga að íslenskri þjóð varðandi neðangreint.

Á meðfylgjandi súluriti má sjá að um 12.000 heimili á Íslandi (já, tólf þúsund !) voru með alvarleg vanskil á húsnæðislánum sínum á árunum 2010 og 2011. Af þeim er yfir helmingur heimili með börn eða yfir 6.000 heimili á Íslandi.

Hér tók við ríkisstjórn árið 2009 sem taldi sig ætla að slá skjaldborg utan um heimili landsins. Það hefur þessi ríkisstjórn alls ekki gert, síður en svo. Hún hefur fært heimilum þessa lands stærsta skuldabagga sem um getur í sögunni og vill svo ólm velta allri ábyrgð á einhverja aðra.

Samfylkingin hrópar oft og títt að þetta voru einhverjir vondir einstaklingar í ríkisstjórnum á árum áður (eins og Jóhanna Sigurðardóttir) sem bjuggu þetta allt til eða vondir kapítalistar og jafnvel útgerðamenn. Svo ætluðu þau að frelsa alla en hvað gerðist? Það var engin frelsaður, allt tómur blekkingaleikur og nauðungarsölurnar dynja á sem aldrei fyrr.

Það er hreint óþolandi þegar tindátar Samfylkingarinnar, VG og ýmissa klofningsframboða af vinstri vængnum koma fram með yfirlýsingar um að allt sé í góðu lagi hjá heimilum á Íslandi. Það er bara ósatt.

Vanskil

Heimild: Hagstofa Íslands (okt. 2012)

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur