Færslur fyrir apríl, 2016

Föstudagur 29.04 2016 - 09:42

Blaðamannafundur Árna

Í gærdag boðaði formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, til blaðamannafundar í skyndi kl. 15:00 og fylltust allir fréttamiðlar af þessu efni rétt fyrir hádegi. Fólk beið spennt enda blaðamannafundir ekki boðaðir nema eitthvað merkilegt sé á ferðinni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands boðaði til blaðamannafundar eftir að Panamaskjölin voru birt og allt stefndi í að […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 11:41

Að láta ekki vita – Lágskattasvæði Svarthöfða

Að undanförnu hefur kastljósinu verið beint að skjölum frá Panama og nú sagt að þau séu hugsanlega aðeins toppurinn á ísjakanum. RÚV hefur lagt upp með að aftökur innan vébanda hins opinbera í nýlega stofnuðu opinberu hlutafélagi muni halda áfram á næstu dögum og vikum enda um 11 milljón skjala ólesin og um 600 Íslendingar […]

Mánudagur 25.04 2016 - 09:29

Stjórnarskrárbrotið mikla

Síðustu ár hefur mikið verið rætt um stjórnarskránna. Einhverjir hafa fjallað um ,,nýju stjórnarskránna“ sem getur ekki annað en verið núgildandi stjórnarskrá með síðari breytingum en síðast var stjórnarskrá lýðveldisins breytt með lögum nr. 91/2013. Gildandi stjórnarskrá er ,,nýja“ stjórnarskráin Það að halda því fram að hin ,,nýja stjórnarskrá“ sé eitthvað plagg sem fáeinir einstaklingar skrifuðu upp […]

Þriðjudagur 19.04 2016 - 10:39

Kvótakerfi Panamaauðlindarinnar

Þeir hjá Reykjavík Media virðast hinir nýju kvótagreifar Íslands. Þeir liggja á auðlind sem flestir ef ekki allir miðlar á Íslandi sækjast eftir. Flestir vilja veiða upp upplýsingar, sinna úrvinnslu afurðanna og koma þeim á markað. En þarna er aðeins einn kvótagreifi og ein vinnsla sem rekin er af ríkinu. Hverju sætir? Aðgang fyrir alla Það […]

Sunnudagur 17.04 2016 - 19:47

Skrattakollar VG og Samfylkingarinnar

Það allra versta sem getur komið fyrir stjórnmálamann er þegar hann er uppvís af ósannsögli eða hræsni. Sama á við um fréttamenn og reyndar hvern sem er í raun og sann. RÚV er nú að böglast við að klóra í bakkann eftir að hafa snúið fjölmörgum Íslendingum á haus og skapað mikla úlfúð um bæði stjórnarskrá […]

Föstudagur 15.04 2016 - 09:52

Lágskattasvæði samþykkt af Alþingi í mars 2013

Atburðarás síðustu daga hefur verið hröð. Fjölmargir blaðamenn hafa fjallað um málefni líðandi stundar og sumir þurft að draga blokkina úr rassvasanum án mikils undirbúnings til að hripa niður fréttir sem vart eru ritrýndar. Hið sama má segja um stjórnmálamenn. Þeir hafa ófáir á vinstri vængnum farið upp í pontu á hinu háa Alþingi, dregið systur sínar […]

Mánudagur 11.04 2016 - 08:26

Mestu skattsvik sögunnar

Mestu skattsvik sögunnar áttu sér stað í tíð síðustu ríkisstjórnar vinstri manna, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ekki hefur RÚV séð ástæðu til að fjalla um það í Kastljósi sínu. Þáverandi fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar ásamt aðstoðarmönnum þeirra bjuggu til eigið fé í bönkum dagsins í dag með því að hirða fé af skattgreiðendum með […]

Sunnudagur 10.04 2016 - 10:48

Óverjanlegt – Panamaskjöl

Eftir að hafa ritað talsvert um leka frá Panama, mótmæli við Austurvöll, stjórnmál á Íslandi og kosningar stendur eftir eitt. Það sem stendur eitt eftir er að rita um það hvort það sé eðlilegt og forsvaranlegt að eiga og geyma fjármuni í skattaskjólum. Frjálst flæði fjármagns og samneyslan Það verður að gæta að því að fjármagn […]

Föstudagur 08.04 2016 - 18:44

Vantrauststillaga felld !

Nú er svo komið að vantrauststillaga óhæfrar stjórnarandstöðu var felld á Alþingi rétt í þessu. Því ber að fagna en reyndar var það nú fyrirséð. Það tókst því ekki að sannfæra þingheim að fella ætti þessa ríkisstjórn sem nú hefur tekið við stjórnartaumunum. Mikið óskaplega er maður nú ánægður með þessa framvindu. Stjórnarskráin – Stiklur […]

Fimmtudagur 07.04 2016 - 16:41

Fjármálarasismi sósíaldemókrata og kommúnista

Það er ekkert nýtt að sósíaldemókratar vilji hækka skatta og eyða fjármunum annara. Hins vegar hafa kommúnistar viljað helst gera byltingar til að ná þessu fram með valdi, helst ekki lögum. Almennt eiga þessir hópar það sameiginlegt að ala á öfundsýki sem er einn mesti löstur mannkyns. Fólk á flótta Vegna byltinga og bruðls beggja þessara […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur