Þriðjudagur 30.10.2012 - 22:27 - Rita ummæli

NATO og Gnarr Ga Ga

Hinn ágæti borgarstjóri Reykjavíkurborgar fór að tjá sig um öryggis- og varnarmál í dag. Hann hefur einnig komið fram nýlega og tjáð sig um fíkniefnaneyslu sína á árum áður og vildi vara börn og unglinga við því að fikta með fíkniefni eins og hann gerði sem ungur og saklaus drengur.

Þess ber að geta að helstu fíkniefnaframleiðendur heims eru m.a. í S-Ameríku og víða í Asíu sbr. Afganistan. Fíkniefni eru m.a. seld til að fjármagna hryðjuverk víða um heim. Þeir sem neyta fíkniefna og selja þau ala á ólöld í heiminum og geta valdið ómældu tjóni á heilu þjóðfélögunum eins og borgarstjóri Reykjavíkur hefur orðið var við og þurft að reyna sjálfur.

Nú stökk Gnarr enn og aftur upp á nef sér í þeirri viðleytni að vera meðvirkur með Lady Ga Ga sem boðar frið og réttindi til handa transfólki sem er hið besta mál.

 

Natófundur í Prag árið 2002

Fundur NATO í Prag árið 2002

 

En hvað þarf til að halda frið og bjóða fólki upp á val í lífinu? Eitt af því er að mynda ekki eftirspurn eftir fíkniefnum og ala á ólögmætum og þjóðfélagslega hættulegum viðskiptum og hitt er að verja sig gegn slíku með öllum tiltækum ráðum, verja heimili sitt gegn vágestum og það samfélag sem t.d. býður upp á tjáningafrelsi svo menn eins og Jón Gnarr geti orðið borgarstjórar.

Nató er öflugasta friðarbandalag heims og hafa lýðræðisþjóðir á vesturlöndum stofnað þetta friðar- og varnarbandalag sem hefur ekki brugðist skyldu sinni til þessa og hefur m.a. komið Evrópusambandinu til hjálpar þegar þaðan fékkst engin lausn á meðan þjóðarmorð voru framin í Bosníu á sínum tíma.

Því má alveg til sannsvegar færa að hinn ágæti náungi, Jón Gnarr sé nú orðin alveg Ga Ga.

Vonandi þarf hann ekki nokkurn tíma að endurtaka varnaðarorð sín vegna eigin mistaka t.a.m. sem öldungur sem séð hefur eftir að hafa komið Íslandi úr Nató því hann var svo reiður út í allskonar eitt sinn og ekki náð sér eftir það.

Það yrði nú leitt að heyra ef svo bæri undir einn daginn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur