Föstudagur 02.11.2012 - 14:50 - Rita ummæli

Allt Sjálfstæðisflokknum að kenna !

Vindaspá - Af vefsetri Veðurstofu Íslands www.vedur.is

 

Nú geisar mikill stormur á Íslandi öllu. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út. Mikið eigum við okkar björgunarsveitafólki að þakka að bregðast við vá og starfa við stórhættulegar aðstæður svo bjarga megi verðmætum almennings og koma fólki til hjálpar. Þar fara frjáls og óháð samtök einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða.

Gleymum þeim ekki og kaupum ,,Neyðarkallinn“ þeirra !

Í dag rekast bílar á sem aldrei fyrr, bárujárnsplötur fjúka af þökum og veðurhamurinn gerir fólki ekki kleift að komast út úr húsi, a.m.k. ekki með góðu móti.

Svo virðist sem þessi veðurhamur komi allur úr norðri og kuldakastið samfara getur varað ansi lengi. Það er ófærð fyrir norðan og foreldrum ráðlegt að ná í börn sín úr skóla eða að sleppa því að senda þau til náms næstu daga vegna veðurs.

Vinstri menn hafa nú hittst og fjallað um að þetta sé allt saman Sjálfstæðisflokknum að kenna og að frjálshyggjan í veðrinu hafi gengið of nærri fólkinu í landinu. Þessu verður því væntanlega harðlega mótmælt af hálfu fulltrúa VG og Samfylkingarinnar á næstu dögum.

Annars bíður pistlahöfundur spenntur eftir því hvort túlkun veðurfræðinganna hjá RÚV verði hlutlaus í kvöldfréttunum. Reikna má með að hart verði að þeim sótt innanhúss hjá RÚV.

Vonum bara að Veðurstofa Íslands og þeirra frábæra tæknifólk standi sig gagnvart stjórnendum RÚV á þessum síðustu og verstu tímum enda ekki vanþörf á að útsendingar þaðan endurspegli raunverulegt ástand í þessu landi, a.m.k. hvað veðrið varðar.

Vonandi fer Samfylkingin og VG eftir ráðgjöf sérfræðinga þó að þessi vinstri öfl hafi talið drög að ,,stjórnarskránni“ í fullkomnu lagi áður en þau fengu álit sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar.

RÚV mun örugglega reyna að klína óveðrinu sem og tjóninu, rétt eins eftir hrunið, á Sjálfstæðisflokkinn og allt það ágæta fólk sem þann flokk skipar og fylgir að málum sem er u.þ.b. 40% þjóðarinnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur