Föstudagur 03.05.2013 - 08:27 - Lokað fyrir ummæli

Heilindi ríkisstjórnarflokka

Robert Cailliau

Robert Cailliau, Jean-François Abramatic of IBM, and Tim Berners-Lee á 10 ára afmæli ,,the World Wide Web Consortium“, þ.e. Veraldarvefjarins ,,Consortium“. (Heimild: http://en.wikipedia.org/)

 

Internetið** og Veraldarvefurinn (e. the World Wide Web Consortium) er frábær miðill og hefur opnað mörgum leið til tjáningar frá því að það komst á ,,kortið“ árið 1990 fyrir tilstuðlan tölvusérfræðings hjá CERN í Sviss að nafni Robert Cailliau. Þann 30. apríl árið 1993 var tekin ákvörðun hjá CERN að Veraldarvefurinn yrði gefið öllum frjálst til notkunar.

Það var öndvegisár þar sem frelsið jók vægi sitt og heilindi á milli sérfræðinga skipti öllu fyrir heiminn. Þeir vissu vel að frelsinu fylgir ábyrgð.

Nú nýlega hafa óprúttnir einstaklingar hafið herför gegn einum stjórnmálaflokki og það er miður enda er hún persónuleg og rætin. Það versta við þetta er að það virðast vera allt aðrir sem stýra þeirri heimasíðu, sem óhróðurinn er birtur á, en þeir sem hinir sömu telja sig vera. Þetta er fals og fals skal það heita.

Framundan er að öllum líkindum að ný ríkisstjórn muni taka völdin í þessu guðsvolaða landi. Hér býr þjóð sem kallar eftir stöðugleika, festu og áræðni við stjórn landsmála. Síðustu 4 árin hafa verið hreint út sagt skelfileg og bera hæst óheilindi innan stjórnarflokkanna sem réðu ríkjum, innanbúðar undirmál og rætin samskipti. Þá skipti miklu að á þingi voru flokkar sem sýndu festu, áræðni og dug við að halda sjó þegar aðrir sukku og voru þeir burðarvirki stjórnarandstöðu í landinu.

Nú gefst tækifæri að mynda sterka stjórn yfir Íslandi. Skiptir nú mestu að heilindi ríki ekki aðeins á milli formanna ríkisstjórnarflokka heldur einnig á milli þeirra stjórnarþingmanna er starfa munu saman á næstu árum. Telja má fullvíst að þetta er megin ástæðan fyrir því að 2ja flokka ríkisstjórn er mun ásætanlegri kostur, minnkar flækjustig við stjórn landsmála og tryggir festu. Það er einmitt festan sem veitir aðhald, bæði innan stjórnarflokkanna sjálfra og utan, þ.e. á Alþingi Íslendinga. Það að festa ríkir tryggir að byggja megi upp traust á Alþingi ekkert síður en á Íslandi sjálfu. Þetta eru lögmál sem eru virt og verka langt utan landsteina Íslands.

Varðandi stjórnarsáttmála verður að tryggja að endum verði náð saman varðandi rekstur ríkisstjóðs, gæta að jafnræði á milli manna í þessu landi og skapa umhverfi sem stuðlar að uppbyggingu, stöðugleika og hagvexti.

Mikilvægt er að líta til þess að formenn flokka hafa rætt saman og í slíkum viðræðum verður það ,,cemestry“ að myndast sem verður andlag samstarfsins á næstu misserum og árum. Það viðhorf og sú jákvæða ,,menning“, sem mótast á milli þessara tveggja formanna, verður að ,,smitast“ til allra þingmanna sem styðja slíka ríkisstjórn. Þjóðin óskar þess að Alþingi rísi upp úr öskustó átakastjórnmála fráfarandi ríkisstjórnar og kallar eftir festu.

Svo virðist sem tryggð og traust sé að myndast á milli formanns Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og það er vel enda hafa þessir menn starfað saman nokkuð lengi á Alþingi, hafa þaðan reynslu og geta tekist á við þau verkefni sem blasa við. Þá þarf að ríkja traust, djúpstætt traust.

Vei sé þeim sem reyna að eyðileggja þetta ferli enda er það augljóst framhald kosninganna. Persónulegar árásir undir fölskum formerkjum er lítilmannlegt og til þess eins að eyðileggja fyrir land og þjóð.

Heilindi, trúnaðartraust og festa verður að vera ríkjandi dygðir á stjórnarheimilinu á næstu árum enda mörg erfið og flókin mál sem bíða úrlausnar.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta nú einir skapað það umhverfi sem þjóðin óskar eftir.

Nýtum Internetið og Veraldarvefinn til góðra verka og miðlum.

Frelsinu fylgir ábyrgð.

 

Viðauki – Bætt við vegna upplýsinga frá góðu fólki á Veraldarvefnum. Svona á andinn að vera !

** Internetið á sér víðari skírskotun en Veraldavefurinn en hér er þetta einfaldað. Einnig hægt að ræða um Veraldarvefinn í þessu samhengi. Fjallað verður síðar um þetta efni sérstaklega en efnið að ofan á við hvoru tveggja.

Nánar um Internetið: http://en.wikipedia.org/wiki/Internet

Nánar um veraldarvefinn: http://en.wikipedia.org/wiki/World_Wide_Web

Flokkar: Heimspeki · Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur