Ef leitað er að salti jarðar á Íslandi má örugglega finna fjölda Vestmannaeyinga sem eru virkilega ,,salt jarðar“ og hafa staðið vaktina fyrir Ísland lengi vel.
Má þar m.a. minnast á að þegar Danir nenntu ekki að sinna landhelgisgæslu við strendur Íslands voru það Vestmannaeyingar sem réru fyrstir allra á móti þeim sem fiskuðu frá Íslendingum.
Einn er sá maður sem hefur gert lítið úr eftirfarandi setningu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum:
Ég er…mjög mótfallinn því að Sjálfstæðisflokkurinn geri sig ábyrgan fyrir loforðum sem hann hefur ekki trú á.
Það að hæðast að þessum orðum lýsir þeim best sem það gerir og hve langt sumir eru tilbúnir að ganga við sölu eigin sannfæringar við hvert tækifæri sem gefst. Margir átta sig ekki á því að aðhald og traust rök stuðla að því að góð og gegn stefna nái fram að ganga fyrir land og þjóð. Þar skiptir máli skynsemin og hyggindi.
Einhverjir hefðu greinilega aldrei fengist í það að sigla á móti þeim er fiskuðu upp við strendur landsins og stálu fiski á meðan Danir sváfu á verðinum. Einstakir aðilar hefðu örugglega boðið þeim erlendu skipherrum er fiskuðu hér frítt bara í kaffi eða tea. Það gerðu Eyjamenn ekki.
Sama á við um ESB undirgefni í herrans nafni og Össurar.