Föstudagur 07.02.2014 - 13:10 - Lokað fyrir ummæli

Kjörseðill minn í prófkjöri X-D í Mosfellsbæ

sedilll2

Á morgun, laugardaginn 8. febrúar 2014, fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Það er ávallt mikill gleðidagur að fá að nýta atkvæði sitt. Það þykir mörgum mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt sinn með þessum hætti og sorglegt hve léleg þátttaka er oft í prófkjörum sem og í almennum kosningum. Þróun í því efni er váleg satt best að segja. Mörgum er það afar mikilvægt að kosningar séu leynilegar enda vill fólk eiga sitt prívat í kjörklefanum og eiga ekki á hættu að vera drepið á eftir eins og tíðkaðist á tímum ævintýramannsins Sverris komma þegar hann var að hjálpa Stalín í Moskvu hér um árið við að byggja neðanjarðargöng sem enduðu sem lúxus lestastöðvar fyrir fátæka kommúnista með gull í tönn.

Já, það er erfitt mörgum að fá yfir sig óhróður og skeppnuskap eftir að hafa kosið og heyrst hefur að heilu fjölskyldurnar í Afganistan og Írak hafi verið þurrkaðar út eftir að viðkomandi hafi ekki kosið það sem Talibönum líkaði best við. Sama átti nú reyndar við hér á Víkingaöld. Þetta er liðin tíð hér á landi en nú er barist enn víða erlendis við að konur fái að kjósa, að ungbörn og stúlkur fái að læra að lesa. Hér á landi eigum við Íslendingar enn langt í land að treysta konum fyrir bæjarstjórastólum, formennsku í flokkum eða stjórnum félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þessu þarf að breyta sem og launaþróun og jafnrétti í þeim málum. Þá hefur ekki verið minnst á launakjör Pólverja og annarra nýbúa á Íslandi þar sem mótast er við að byggja upp fjömenningarsamfélag en fjölmargir feimnir landar manns kunna sig ekki enn í þeim efnum, því miður. Það kemur með nýrri kynslóð, nýju fólki og upplýstari þjóð.

Eftir Eirmálið svokallaða, sem núverandi fulltrúar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar er sátu þar í stjórn stóðu ekki vörð um aldraða, Helgafells-víxilmálið ólögmæta, braskið sem allt er á huldu enn á Hulduhólum og í Leirvogstungu að hætti framsóknar sem fleyttu lóð í eigu bæjarins í miðbænum framm um 50 ár í leigusamningi eða svo, klúður í skipulags- og skólamálum, ólögmætt niðurbrot tilboða í fimleikahús og einnig ólýðræðislega þöggunartilburði margra forystumanna Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn með bæjarstjóra í broddi fylkingar og meðvirka félagsmenn hef ég raðað upp því fólki hér á atkvæðaseðilinn minn.

Skorað er á aðra félagsmenn í Sjálfstæðisflokksins að taka áskorun um breytingar og allir eru hvattir til mæta á kjörstað á morgun.

Áfram X-D !

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur