Megin ástæða þeirrar gerjunar, sem nú á sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar er nánast algjört áhrifaleysi hennar á alþingi. Þar er enginn alþm. sem getur talað fyrir hönd hreyfingarinnar og hefur ekki getað síðan Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið liðu undir lok. Við tilurð Samfylkingarinnar, hvarf verkalýðshreyfingin af vettvangi íslenskra stjórnmála. Karl Steinar og Guðmundur Joð voru síðustu […]