Það dylst fáum sem um fjalla, að vestrænt lýðræði og viðtekin frjálslynd stjórnmálahugsun eiga í vök að verjast.Ógnarjafnvægi kaldastríðsins og niðurmúruð landamæri höfðu fest vestræna, frjálslynda heimsmynd í sessi, hérna megin múrsins. Pólarnir tveir sem allt snerist um hurfu. Ný söguleg hreyfiöfl fóru á stjá. Heimsmyndin ruglaðist, þjóðernishyggja, hryðjuverk og stríð komust á dagskrá. […]