Þriðjudagur 06.06.2017 - 10:53 - FB ummæli ()

41% fjölgun á biðlista

Umsækjendum á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 41% á tæpu einu og hálfu ári og eru nú 1022. Aðeins 3 slíkar íbúðir hafa verið keyptar á þessu ári.

Í árslok 2015 voru samtals 723 umsækjendur á biðlista eftir almennum félagslegum íbúðum í Reykjavík. Í árslok 2016 voru þeir 893. Hafði þeim fjölgað um 23,5% á einu ári. Núna eru 1022 umsækjendur á biðlista og hefur þeim því fjölgað um 41% á tæpu einu og hálfu ári.

Á þessu ári hafa Félagsbústaðir aðeins keypt þrjá íbúðir þar af tvær af Búseta. Á árinu 2016 fjölgaði almennum félagslegum leiguíbúðum um 25, á árinu 2015 um 84 og á árinu 2014 um 17.

Ljóst er að meirihlutanum í Reykjavík gengur illa að láta áætlanir í húsnæðismálum ganga upp. Meðan biðlistar lengjast og húsnæðisvandinn eykst þylur borgarstjóri upp hverja húsnæðisáætlunina á fætur annarri. Loforðið um að fjölga íbúðum um 100 á ári hjá Félagsbústöðum hafa ekki gengið eftir og ljóst að fjölga þyrfti þeim mun meira en áætlanirnar gerðu ráð fyrir.

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur