Færslur fyrir október, 2012

Föstudagur 19.10 2012 - 09:50

Nýja Ísland segir já!

Fulltrúar gamla Íslands ætla að mæta á kjörstað á laugardag og segja nei við umbótum á stjórnarskránni. Bjarni Benediktsson hefur sent út tilskipun, að hætti Pútíns, um að allir Sjálfstæðismenn kjósi eins, lúti alræðisvaldi Flokksins og afsali sér sjálfstæði sínu! Segi nei við öllu sem um verður spurt! Allir sem einn. Það segir ansi mikið. […]

Miðvikudagur 17.10 2012 - 17:33

Óreiðuskuld Davíðs Oddssonar

Frægt varð þegar Davíð Oddsson, þá aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands, sagði í Kastljósi í miðju bankahruninu að við myndum “ekki greiða skuldir óreiðumanna”. Nú fjórum árum síðar er þetta allt að verða skýrara – á annan veg. Ríkisendurskoðun skilaði fyrir nokkru skýrslu um fjárhagstjón skattgreiðenda vegna fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins. Það er beinn kostnaður […]

Þriðjudagur 16.10 2012 - 12:44

Lekakenning frjálshyggjunnar

Sífellt verður ljósara að hagfræði frjálshyggjunnar byggir á blekkingum, sem miða flestar að því að sópa stærri hluta þjóðarauðsins til yfirstéttarinnar. Frjálshyggjumenn neituðu því aldrei að kenningar þeirra væru auðmönnum hagfelldar. Í staðinn sögðu þeir að besta leiðin til að auka hagvöxt væri sú að bæta fyrst  hag auðmanna, síðan myndi auðurinn leka niður til […]

Mánudagur 15.10 2012 - 00:18

Ójöfnuður og frjálshyggja í USA

Það er fróðlegt að skoða þróun tekjuójafnaðar í Bandaríkjunum yfir lengri tíma. Ójöfnuður tekna náði hámarki þar á árinu 1928 og síðan aftur á árinu 2007. Í bæði skiptin fylgdi stór fjármálakreppa í kjölfarið. Þetta er athyglisvert samband, sem margir fræðimenn erlendis hafa tekið eftir. En ójöfnuður og fjármálakreppur virðast einnig vera nátengdar frjálshyggjupólitík. Áratuginn frá […]

Laugardagur 13.10 2012 - 12:45

Hefðu Norðmenn átt að gefa auðmönnum olíuna?

Það er athyglisvert að fylgjast með því hverjir eru andvígir nýju stjórnarskránni og ekki síst nýja ákvæðinu um náttúruauðlindir. Það er að mörgu leyti sama fólkið og bjó til kvótakerfið og bóluhagkerfið sem færði okkur hrunið – þ.e. yfirstéttin og stjórnmálamenn frjálshyggjunnar. Hér var kvótakerfinu komið á með þeim hætti að þær útgerðir sem höfðu […]

Föstudagur 12.10 2012 - 00:42

Þjóðin eigi Þingvelli – og fiskimiðin líka

Ég hef verið að lesa nýju stjórnarskrána, sem hið geðþekka stjórnlagaráð setti saman. Mér lýst afar vel á hana. Hún er öll nútímalegri og skýrari en sú gamla. Ég er ánægður með mörg nýju ákvæðin, til dæmis um mannréttindi, svo sem um upplýsingarétt, félagsleg réttindi, frelsi fjölmiðla og menntun. Í öllum þessum þáttum eru nýmæli […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 18:08

Fátækt Hannesar Hólmsteins

Í hádeginu í dag fór ég á fyrirlestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um fátækt á Íslandi á stjórnartíma Davíðs Oddssonar (1991 til 2004). Í dæmigerðum stíl Hannesar hefur hann nú skrifað bloggfærslu um fund þennan (sjá hér). Fyrirsögnin er “Fjörugar umræður: Stefán í uppnámi”. Þetta er það sem maður myndi jafnvel kalla skemmtilega ósatt! Hvorki voru […]

Mánudagur 08.10 2012 - 00:15

Styrmir velur formann Samfylkingar

Á meðan Sjálftæðisflokkurinn hafði nánast ofurvald á Íslandi, þ.e. á áratugunum sex fram að hruni, reyndu áhrifamenn þar oft líka að stýra vinstri flokkum – og jafnvel kljúfa þá. Þetta byggðist meðal annars á miklum áhrifum Morgunblaðsins á þeim tíma. Stundum voru vinstri menn þó alveg fullfærir um að sundra sér sjálfir. Þá sjaldan að […]

Laugardagur 06.10 2012 - 16:50

Skatttekjur á mann lækkuðu um 503.000 kr.

Í framhaldi af frétt RÚV í fyrradag um að skattahækkanir á hvern skattgreiðanda eftir hrun hefðu numið um 360 þúsund krónum skrifaði ég grein í gær sem sýndi að bæði heildartekjur hins opinbera og skatttekjur allar höfðu lækkað umtalsvert frá 2007 til 2011, bæði m.v. fast verðlag og sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Í dag sýni […]

Föstudagur 05.10 2012 - 00:37

Furðufrétt á RÚV

Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld var frétt um að hundruð breytinga hefðu verið gerðar á skattkerfinu eftir hrun sem hefðu falið í sér hækkun gjalda á hvern íbúa upp á um 360.000 krónur. Fréttin virtist vera í boði Viðskiptaráðs. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á tekjuöflunarkerfi hins opinbera vegna hrunsins, en þær telja ekki í […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar