Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 18.10 2013 - 09:09

Aldrei aftur pólitísk réttarhöld!

Vegna þess að ég er meðflutningsmaður á þingsályktunarttillögu um að sett skuli á fót sérstök rannsóknarnefnd til að skoða embættisfærslur og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í svokölluðu Icesave máli, þá vil ég taka skýrt fram að ég vil alls ekki sjá pólitísk réttarhöld í kjölfarið í Landsdómi.  Ég vil sem þingmaður að Landsdómur verði lagður niður […]

Þriðjudagur 15.10 2013 - 18:36

Eins og að breiða yfir Akropolis

Ræða sem ég flutti á Alþingi í dag. Virðulegi forseti. Við Íslendingar fögnum um þessar mundir 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara með meiru.  Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan dugnað og eftirfylgni Árna þá ættum við Íslendingar aðeins brot af þeim handritum sem við eigum í dag.  Í síðustu viku var haldin glæsileg alþjóðleg […]

Föstudagur 11.10 2013 - 20:18

Bókaþjóð eða bankaþjóð

Ótrúlegt hvað verðmæti og verðmætamat geta verið afstæð.  Það fékk ég staðfest á handritaráðstefnu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu á vegum Árnastofnunnar í tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar.  Árni bjargaði meirihluta handrita Íslendinga frá glötun með söfnunaráráttu sinni og framsýni.  Hann sá verðmætin í skinnpjötlunum sem fæstir aðrir sáu.  Eins og […]

Miðvikudagur 09.10 2013 - 20:08

Ástandið á Landspítalanum

Grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag 9. október 2013. Elín Hirst skrifar: Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað […]

Þriðjudagur 24.09 2013 - 20:26

Minningargrein um góðan vin

Grein sem birtist í DV 21. september 2013 Við þurftum því miður að láta aflífa hundinn okkar, Erró, fyrir skömmu. Það var afar sár reynsla, ekki bara fyrir okkur hjónin heldur alla í fjölskyldunni. Þrátt fyrir að börnin séu löngu flutt að heiman þá var Erró einn af fjölskyldunni. Barnabörnin höfðu líka tekið ástfóstri við […]

Sunnudagur 22.09 2013 - 16:36

Að ,,víla og díla“

Grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið 20. september 2013 Á fundi Viðskiptaráðs og í viðtali í Viðskiptablaðinu nýlega kom fram lýsing Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra H.F. Verðbréfa, á íslenska fjármálaheiminum í dag. Sú lýsing vakti sérstaka athygli mína. Það sem eykur á þunga orða Andra er að hann er sjálfur í forsvari fyrir fyrirtæki innan íslenska […]

Sunnudagur 01.09 2013 - 18:40

Traktorinn sem fyllti mig eldmóði

Greinin birtist fyrst í helgarblaði DV, 30. ágúst 2013. Sjaldan hef ég fyllst eins miklum eldmóði eins og í svokölluðu „traktorsmáli“. Þannig var að Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hringdi í mig. Hann var að skrifa bók um um fyrstu vélarnar sem leystu mannshöndina af hólmi í landbúnaði hér á landi snemma á […]

Fimmtudagur 29.08 2013 - 21:59

Af hverju vil ég Reykjavíkurflugvöll

Byggt á grein sem birtist í Fréttablaðinu í mars árið 2013. Mér brá í brún að heyra ummæli borgarstjóra um Reykjavíkurflugvöll í kvöld.  Þess vegna langar mig að birta aftur hluta úr grein sem ég hef skrifað um málið og lýsir minni afstöðu: Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina. Það getur aldrei orðið […]

Föstudagur 28.06 2013 - 19:27

Þjóðmenning fær viðurkenningu

Eins og forsætisráðherra er ég mikill áhugamaður um þjóðmenningu.  Ég hef hins vegar líka yndi af því að kynna mér og njóta menningar annarra þjóða og finnst fátt skemmtilegra.    Hér á eftir fer ræða sem ég flutti á Alþingi í gær, fimmtudaginn 27. júní 2013 sem varðar íslenska þjóðmenningu.   Þær ánægjulegu fréttir hafa borist að Manntal Árna Magnússonar og Páls Vídalíns […]

Miðvikudagur 26.06 2013 - 19:18

Svart og sykurlaust

Birti hér ræðu mína á Alþingi í gær þar sem ég hvet fólk til að hætta að svíkja undan skatti í þágu samfélagsins.  Heyrði einu sinni skattsvik kölluð ,,svart og sykurlaust“, en þaðan kemur fyrirsögnin að þessari grein. Elín Hirst (S): Virðulegi forseti. Ég ætla að taka til umræðu í dag, undir liðnum Störf þingsins, svarta […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur