Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 09.06 2011 - 07:00

Hlutverk, staða og ábyrgð forseta

Þessa dagana brjótum við í stjórnlagaráði heilann um hlutverk forseta Íslands í nýrri stjórnarskrá; við erum ekki svo mikið að spá í hvort embættið skuli lifa – heldur hvers vegna og hvaða hlutverk það skuli hafa. Völd… Sjálfur nefndi ég, áréttaði og tók undir eftirfarandi rök á sameiginlegum nefndarfundi um málið í gær því til […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 07:00

Millimetraréttlæti?

Danir hafa hugtakið „millimeterretfærdighed“ sem ég þýði svona; það merkir – í heldur neikvæðri merkingu – réttlæti sem er svo nákvæmt og jafnaðarlegt að niðurstaðan kemur niður á rökréttu skipulagi og fyrirbyggir oft skynsamlega málamiðlun. Til þessa vitna ég stundum þessa dagana þegar við í stjórnlagaráði – að vísu í annarri nefnd (C) en þeirri, […]

Þriðjudagur 07.06 2011 - 07:00

Er þjóð til?

Í stjórnlagaráði ræðum við þessa dagana hvort til skuli vera þjóðkirkja – eða öllu heldur hvort ríkið eigi – samkvæmt stjórnarskránni – að vernda hana, styðja o.s.frv. Ég hef mínar íhaldssömu skoðanir á því. Víða álitamál Um þetta er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs sem einkum fjallar um mannréttindi. Í annarri nefnd (C) er m.a. fjallað […]

Mánudagur 06.06 2011 - 07:00

Frelsi vísinda og menntunar

Áhugaverð tillaga kom fram til kynningar í stjórnlagaráði í fyrri viku og verður væntanlega afgreitt í vikunni: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, lista og æðri menntunar. Í ræðu minni á fundi stjórnlagaráðs lýsti ég sérstakri ánægju með þetta ákvæði, auk fleiri athugasemda, og lét þess getið að ég teldi að í því fælist skylda […]

Föstudagur 03.06 2011 - 07:00

Rétti fylgi skyldur

Af mörgum gagnmerkum tillögum mannréttindanefndar (A), þar sem ég sit ekki sjálfur, er kynntar voru sl. föstudag í stjórnlagaráði, er ég hvað ánægðastur með þær, sem ég hef ljáð stuðning í orði og verki, og lúta að því að árétta að rétti fylgja skyldur – líka samkvæmt stjórnarskrá. Almannaréttur Sem dæmi má nefna er þetta ákvæði: […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 07:00

Status quo í sambandi ríkis og kirkju

Í þessari viku er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs um mannréttindi o.fl. um tengsl ríkis og kirkju. Sjálfur er ég ekki í þeirri nefnd og er auk þess fjarverandi nú en árétta mína afstöðu sem ég lýsti hér í ítarlegu máli og með rökstuddum hætti – en þess má geta að engin bloggfærsla mín fékk […]

Þriðjudagur 31.05 2011 - 07:00

Fjármál stjórnmálaflokka í stjórnarskrá

Eitt eigum við eftir að ræða í stjórnlagaráði; það er hvort og hvernig tekið verði á fjármálum stjórnmálaflokka í stjórnarskrá. Þrjár ástæður – hið minnsta Um það gildir hið sama og um kosningakerfi fyrir alþingiskosningar og þvíumlíkt að þingmenn og stjórnmálaflokkar eru ófærir til þess að sinna því brýna verkefni. Það má sjá af þrennu […]

Mánudagur 30.05 2011 - 07:00

Sanngjörn laun verði stjórnarskrárvarin

Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]

Föstudagur 27.05 2011 - 20:16

Víst er „þjóðareign“ til

Í tillögum mannréttindanefndar (A) í stjórnlagaráði, sem kynntar voru á fundi stjórnlagaráðs í dag – við góðar undirtektir – felast mörg afar merk nýmæli; hér vil ég aðeins gera eitt hið stærsta að umtalsefni, þ.e. þetta: Náttúruauðlindir Náttúruauðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta öllum landsmönnum. […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 23:57

Takmörk við þrásetu ráðherra

Eitt af mörgum stórum – og smærri – umbótamálum sem við í stjórnlagaráði ræddum í dag var að takmarka bæri í stjórnarskrá hve lengi ráðherra mætti sitja í embætti. Tillaga okkar til kynningar hljóðaði svo: Enginn getur setið í embætti forsætisráðherra lengur en 10 ár samtals. Sú tillaga er í samræmi við ein skýrustu skilaboðin […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur