Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]
Í 48. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum. Alþingismenn óháðir hagsmunaöflum Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði að finna nema hvað þar er í niðurlagi rætt um að alþingismenn séu „eigi [bundnir] við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Vildum við í stjórnlagaráði f.o.f. árétta […]
Í 47. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sérhver nýr alþingismaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði nema að þar er í stað eiðstafs rætt um að „vinna drengskaparheit að stjórnarskránni“ – sem mörgum feministum í stjórnlagaráði þótti of karllægt. Þarna tókust á feminismi, lögfræði og hefðir […]
Í 46. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert. Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða 1/3 hluta þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta hið sama og í fyrri málsgrein utan þess að 10 vikna hámarksfrestur til þess að stefna […]
Í 45. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að koma saman á öðrum stað. Hver ákveður? Gildandi stjórnarskrá er sama efnis – nema hvað efnisskilyrði um að „sérstaklega [sé] ástatt“ er fellt brott (sem mér finnst raunar heldur verra) og að ákvörðunarvald um annan þingstað í undantekningartilvikum er […]
Í 44. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir hverjar alþingiskosningar. Í lögum skal kveðið á um samkomudag reglulegs Alþingis og skiptingu starfstíma þess í löggjafarþing. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að reglulegt Alþingi skuli koma saman 1. október nema sá dagur sé helgidagur. Þar segir einnig að þingið standi […]
Með 43. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er leitast við að koma í veg fyrir valdarán Alþingis – eða öllu heldur landskjörstjórnar, í samsæri við (fyrra) Alþingi! Möguleiki á valdaráni landskjörstjórnar (og fráfarandi þings) að gildandi stjórnarskrá Þetta er ekkert grín; á fyrsta námsári mínu í laganámi – þá í Kaupmannahafnarháskóla 1990-1991 (sem var lagaskóli Íslendinga til 1908) […]
Í 42. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir. Glati alþingismaður kjörgengi missir hann þann rétt sem þingkosningin veitti honum. Varamaður tekur þá sæti hans á þingi. Aðeins hæstaréttardómarar ókjörgengir Um fyrri tvær málsgreinarnar er fyrst […]
Í 41. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kosningarétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Nánari reglur um alþingiskosningar skulu […]
Í 40. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Kjörtímabil er fjögur ár. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum. Þingrof! Ákvæðið er samhljóða gildandi stjórnarskrá að því frátöldu að lengd kjörtímabils, sem fram kemur í ákvæðinu á undan, er áréttuð í nýrri […]