Nú – daginn fyrir kosningar til stjórnlagaþings, hins fyrsta í 160 ár – er orðið ljóst að íhaldsöflin – sem engar eða litlar (og þá helst saklausar) breytingar vilja sjá á stjórnskipun landsins og stjórnarfari – munu þrátt fyrir allt ekki þora að sniðganga stjórnlagaþing alveg (eins og ég óttaðist fyrir mánuði). Þeir nota aðra taktík, […]
Á Íslandi búum við ekki við þau grundvallarmannréttindi sem felast í jöfnu atkvæðavægi. Atkvæði vega ekki jafnt og í marga áratugi hefur verið deilt um jöfnun atkvæðisréttar. Því miður hefur andstæðingum þessa brýna máls tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Jöfnun atkvæðisréttar er hins vegar miklu stærra mál […]
Í gær svaraði ég spurningum fagfélags og hagsmunahóps varðandi afstöðu mína til að taka upp í stjórnarskrá umhverfisákvæði annars vegar og ákvæði um almannarétt hins vegar; ég tel rétt að birta spurningarnar og svör mín hér. Spurningar Ferðafrelsisnefndar Svohljóðandi bréf fékk ég í gær frá Ferðafrelsisnefnd sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, […]
Ég vil taka undir gagnrýni og hrós Eyjufélaga minna og meðframbjóðenda í kjölfar þess að fréttist um miðjan dag í gær að Ríkisútvarpið (RÚV), útvarp í almannaþágu, ætlaði loks – viku fyrir kosningar til stjórnlagaþings – að fara að sinna framboðunum 522 og málefnaáherslum frambjóðenda. Þá voru sumir reyndar farnir úr borginni – væntanlega m.a. […]
Þorsteinn Pálsson lét svo um mælt á dögunum, að umræðan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá hefði að sumu leyti verið upphafin – og það skilaði ekki árangri. Sjálfur vildi hann horfa á þetta frá „praktískari sjónarmiðum”, því að ekki þurfi að stofna nýtt ríki, gera byltingu, þótt okkur hafi mistekist. Stjórnarskráin væri ekki orsök hrunsins […]
Spurningin – hvort einhverju, og þá hverju, þurfi að bæta við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar er áleitin – og að gefnu tilefni. Jafnræðisákvæðið hljóðar nú svo – en það ákvæði var nýmæli við löngu tímabæra heildarendurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar 1995; fram að því hafði hann staðið lítið breyttur í yfir 120 ár: Allir skulu vera jafnir fyrir […]
Nú þegar aðeins tólf dagar eru til kosninga til stjórnlagaþings – hins fyrsta í sögunni (eða í 160 ár, ef Þjóðfundurinn 1851 er talinn með) – og 18 dagar eru liðnir frá því að nöfn 523 frambjóðenda voru kynnt hefur Ríkisútvarpið lítið fjallað um stjórnlagaþing, nokkuð um þjóðfundinn 6. nóvember sl. en ekkert um frambjóðendur […]
Að afloknum vel heppnuðum þjóðfundi 2010 um stjórnarskrá er tímabært að velta því fyrir sér hvort ekki megi þróa þetta fundarform áfram og nota þjóðfundi til þess að svara spurningum um stór mál sem brenna á þjóðinni. Svarar þjóðfundur sjálfur ákallinu? Niðurstöður þjóðfundar eru skýrar og þar er að finna ákall um lýðræði, valdreifingu, ábyrgð […]
Nýafstaðinn þjóðfundur 2010 um stjórnarskrá virðist hafa tekist afar vel – og skilað jákvæðri niðurstöðu, öfugt við ótímabær fundarslit á Þjóðfundinum 1851. Stjórnlagaþing og allt starfsfólk og sjálboðaliðar hafa greinilega undirbúið þjóðfund um stjórnarskrá mjög vel – og unnið hratt og gegnsætt úr fyrstu niðurstöðum. Því getur þjóðin (við frambjóðendur til stjórnlagaþings þar með talin) strax […]
Á morgun er í fyrsta skipti í tæp 160 ár haldinn þjóðfundur; þeim síðasta var slitið af fulltrúa stjórnvalda áður en ætlunarverki fulltrúa þjóðarinnar var lokið en þessi er upptaktur að fyrsta stjórnlagaþinginu okkar – sem vonandi hlýtur ekki sambærileg örlög. Athyglisvert er að eina málið sem Þjóðfundurinn 1851 lauk áður en honum var slitið […]