Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]
Með 37. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hefst nýr kaflli (III) – um Alþingi – en um kaflann má lesa í ítarlegum skýringum með stjórnarskrárfrumvarpinu enda er þetta eitt veigamesta umfjöllunarefnið í frumvarpinu sem og í gildandi stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og svo er þar er fjallað um skipan Alþingis, hlutverk […]
Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]
Í 23. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Fyrri málsgreinin er nýmæli – í samræmi við alþjóðamannréttindareglur sem Ísland hefur undirgengist. Raunar hafði ég eins og fleiri í stjórnlagaráði og […]
Í 22. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna. Skynsamlegar viðbætur Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt ákvæði að finna og í síðari […]
Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]
Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]
Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]
Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]
Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]