Að síðustu vil ég í pistli þessum nr. 115 á jafnmörgum dögum (eða öllu heldur kvöldum) greina ákvæði til bráðabirgða í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs en þar segir: Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau […]
Í 114. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi þegar Alþingi hefur samþykkt þau í samræmi við ákvæði stjórnarskipunarlaga nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Við gildistöku stjórnarskipunarlaga þessara falla úr gildi stjórnarskipunarlög nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Í gildandi stjórnarskrá segir í sambærilegu – en ekki sams konar […]
Í 107. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar í almennum, leynilegum kosningum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum. Nauðsynlegt að hafa í stjórnarskrá… Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta en um þetta eru ákvæði í lögum; […]
Í 79. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta orðrétt það sama og í tveimur fyrri málsliðunum nema hvað „er“ er […]
Í 78. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í […]
Í 77. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur til forseta er sérhver ríkisborgari sem fullnægir skilyrðum um kjörgengi til Alþingis og er orðinn 35 ára. Kjörgengi þýðir að mega bjóða sig fram í tiltekna trúnaðarstöðu. Í 1. og 2. mgr. 42. gr. frumvarpsins segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til […]
Eitt róttækasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um stjórnskipan landsins er að finna í 52. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda er þar kveðið á um myndugri forseta Alþingis sem njóta á trausts aukins meirihluta þings en ekki aðeins þröngs ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni: Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út […]
Með 43. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er leitast við að koma í veg fyrir valdarán Alþingis – eða öllu heldur landskjörstjórnar, í samsæri við (fyrra) Alþingi! Möguleiki á valdaráni landskjörstjórnar (og fráfarandi þings) að gildandi stjórnarskrá Þetta er ekkert grín; á fyrsta námsári mínu í laganámi – þá í Kaupmannahafnarháskóla 1990-1991 (sem var lagaskóli Íslendinga til 1908) […]
Í 42. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir. Glati alþingismaður kjörgengi missir hann þann rétt sem þingkosningin veitti honum. Varamaður tekur þá sæti hans á þingi. Aðeins hæstaréttardómarar ókjörgengir Um fyrri tvær málsgreinarnar er fyrst […]
Í 41. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kosningarétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Nánari reglur um alþingiskosningar skulu […]