Í 40. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Kjörtímabil er fjögur ár. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum. Þingrof! Ákvæðið er samhljóða gildandi stjórnarskrá að því frátöldu að lengd kjörtímabils, sem fram kemur í ákvæðinu á undan, er áréttuð í nýrri […]
Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]
Um leið og ég óska landsmönnum öllum til hamingju með 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta vil ég upplýsa að á afar efnismiklum og góðum fundi í stjórnlagaráði í dag lagði ég ásamt nokkrum félögum fram breytingartillögu við eftirfarandi tillögu úr nefnd stjórnlagaráðs (C) sem fer með lýðræðismál o.fl.: Stjórnarskrárbreytingar Til þess að frumvarp til […]
Danir hafa hugtakið „millimeterretfærdighed“ sem ég þýði svona; það merkir – í heldur neikvæðri merkingu – réttlæti sem er svo nákvæmt og jafnaðarlegt að niðurstaðan kemur niður á rökréttu skipulagi og fyrirbyggir oft skynsamlega málamiðlun. Til þessa vitna ég stundum þessa dagana þegar við í stjórnlagaráði – að vísu í annarri nefnd (C) en þeirri, […]
Eitt eigum við eftir að ræða í stjórnlagaráði; það er hvort og hvernig tekið verði á fjármálum stjórnmálaflokka í stjórnarskrá. Þrjár ástæður – hið minnsta Um það gildir hið sama og um kosningakerfi fyrir alþingiskosningar og þvíumlíkt að þingmenn og stjórnmálaflokkar eru ófærir til þess að sinna því brýna verkefni. Það má sjá af þrennu […]
Ekki þarf að skírskota til Árbótar-málsins til þess að hefja umfjöllun um álitamál er varðar óvandaða stjórnsýsluhætti og jafnvel ólögmæta – og þar með, eftir atvikum, bótaskylda – stjórnsýsluhætti. Um daginn skrifaði ég um hvað ef RÚV hefði ekki á 11. stundu brugðist við gagnrýni og tekið upp maraþonsyrpu með um 500 viðtölum á þremur […]
Á Íslandi búum við ekki við þau grundvallarmannréttindi sem felast í jöfnu atkvæðavægi. Atkvæði vega ekki jafnt og í marga áratugi hefur verið deilt um jöfnun atkvæðisréttar. Því miður hefur andstæðingum þessa brýna máls tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Jöfnun atkvæðisréttar er hins vegar miklu stærra mál […]
Margir segjast aðhyllast persónukjör – færri þora að viðurkenna að þeir séu á móti því; en hvað er persónukjör? Það er ekki einhlítt; sú staðreynd er ein ástæða þess að deilt er um málið. Um leið og ég árétta að ég er ekki sérfróður um þetta atriði (enda ekki hefðbundið svið í stjórnlagafræði sem ég […]