Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmál’

Mánudagur 01.11 2010 - 22:04

Hvers vegna ég vil á stjórnlagaþing

Í þessum mánuði eru liðin 2 ár frá því að ég nefndi fyrst á fundi hugmynd um stjórnlagaþing – og reifaði hana svo fyrst á opnum fundi um miðjan desember 2009. Hér má lesa um mína upphaflegu uppskrift. Í lok þessa mánaðar verður kjörið til stjórnlagaþings – og ég hef boðið mig fram; lesa má […]

Sunnudagur 31.10 2010 - 20:25

Hvað er „neyðarstjórn“?

Hún er frumleg – og, að ég held, vel meint – tillaga Hreyfingarinnar, um „neyðarstjórn“ eða þingkosningar – en gengur hún upp? Ég vil ekki gera lítið úr tilefninu eða góðum hug þingmannanna – og sat raunar um kvöldið áhugaverðan opinn fund um tillöguna. Hér vil ég hins vegar skýra nokkrar reglur sem þessu tengjast og […]

Laugardagur 30.10 2010 - 20:57

Friðarmál og stjórnarskráin

Í tilefni af heimsókn í Friðarhús í gærkvöldi, þar sem mánaðarlega er haldinn fjáröflunarkvöldverður í þágu starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga, datt mér í hug að fjalla hér um hvað er – og hvað ekki – að finna í stjórnarskrá um stríð og frið – eða öllu heldur utanríkismál. Síðan ætla ég að vanda að leggja til […]

Laugardagur 30.10 2010 - 04:53

3249

Hef fengið þetta auðkenni: 3249. Sjá hér (og víðar): http://is.wikipedia.org/wiki/Frambjóðendur_til_stjórnlagaþings_á_Íslandi_2010

Fimmtudagur 28.10 2010 - 21:35

Veit að ég veit ekkert

Í tilefni af því að ég gef kost á mér til stjórnlagaþings – í ykkar umboði – vil ég minna á afstöðu Sókratesar, sem sagði: Ég veit aðeins það, að ég veit ekkert. Það hefur líklega mótað mig töluvert að hafa lært í menntaskóla að Sókrates taldi atgervi, gáfur, hæfileika og þekkingu ekki ráða úrslitum […]

Miðvikudagur 27.10 2010 - 16:30

Býð mig fram á stjórnlagaþing

Framboð í þágu valdajafnvægis Nú – þegar réttur mánuður er til kosninga til stjórnlagaþings og 523 framboðstilkynningar hafa verið staðfestar – vil ég upplýsa að  ég býð mig fram til þess að sitja stjórnlagaþing í ykkar umboði í því skyni að bæta stjórnarskrána – og jafna völd mismunandi aðila og hagsmuna.     Þrjú stefnumál til að […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 23:50

Stjórnarskráin og framfærsla

Erindi sem ég flutti í kvöld á borgarafundi Bótar í Salnum í Kópavogi að ósk skipuleggjenda: Forseti, fundarstjóri og aðrir fundargestir. Ég þakka fyrir að fá boð um að tala á þessum fundi. Ég gjarnan ræða um tvennt: Í fyrsta lagi vil ég ræða um stjórnarskrána og framfærslu – sem er að vísu ekki beinlínis neytendamál en […]

Fimmtudagur 21.10 2010 - 21:20

Mun íhaldið „boykotta“ stjórnlagaþing?

Um skeið hef ég óttast að íhaldsöfl muni hunsa stjórnlagaþing – bæði við framboð, kosningar og þegar að því kemur að virða niðurstöðuna og hrinda henni í framkvæmd. Ég hef í raun óttast þetta innst inni frá upphafi er ég lagði fyrst til að boðað yrði til sjálfstæðs stjórnlagaþings í nóvember 2008 – eins og lesa […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 22:32

Góð kynning hjá stjórnarskrárfélaginu

Í kvöld leit ég við á ágætum fundi stjórnarskrárfélagsins; ég gat ekki setið fundinn allan vegna hins skamma fyrirvara frá því að ég frétti af honum. Í máli formanns félagsins kom raunar fram að dregið hefði verið úr kynningu fundarins og boðum á hann í kjölfar frétta af miklum fjölda framboða – sem sagt var […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 23:40

Líndal staðfestir þörfina

Í gær vék ég að afstöðu læriföður míns, Sigurðar Líndal, til stjórnlagaþings – en lét við það sitja að færa fram jákvæðar röksemdir fyrir stjórnlagaþingi. Nú vil ég svara hinni neikvæðu afstöðu* Sigurðar, lið fyrir lið – ómálefnalegum röksemdum sem málefnalegum. Sigurður á ekki annað skilið frá mér en að ég svari honum málefnalega eftir […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur