Miðvikudagur 22.10.2014 - 00:14 - FB ummæli ()

Neyðarbrautin skiptir máli

Á fjölmennum borgarafundi um neyðarbrautina sem Hjartað í Vatnsmýrinni hélt í kvöld fjallaði Leifur Magnússon verkfræðingur um nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar. Í erindi hans kom fram að notkunarstuðull Reykjavíkurflugvallar nú með þremur flugbrautum sé 98,2%. Það þýðir að flugvöllurinn er að meðaltali lokaður 6,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds.Sé hins vegar neyðarbrautin fjarlægð lækki nýtingarhlutfallið í 93,8% og væri flugvöllurinn þá að meðaltali lokaður 22,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds. Við það yrði flugvöllurinn kominn niður fyrir það 95% lágmark sem tilgreint er í alþjóðareglum og reglugerð um flugvelli.Samkvæmt þessu myndi lokun neyðarbrautarinnar því þýða 16 daga árlega viðbótarlokun flugvallarins. Liggur í augum uppi að það myndi hafa veruleg áhrif á rekstur áætlunar- og sjúkraflugs.

Finnst þér að öryggi almennings sé tryggt með aðgerð sem felur í sér 16 daga árlega viðbótarlokun Reykjavíkurflugvallar?

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur