Fimmtudagur 06.11.2014 - 12:26 - FB ummæli ()

Neyðarbrautin: Vilji er allt sem þarf

Í morgun var haldinn fundur í at­vinnu­vega- og um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­um Alþing­is í kjöl­far þess að um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti deili­skipu­lag fyr­ir Hlíðar­enda­svæðið í gær. Dagur borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs voru boðaðir á fundinn en þeir afboðuðu sig.

Á fundinum sagði Friðrik Pálsson frá sam­tök­un­um Hjart­anu í Vatns­mýr­inni að NA/SV-braut (06-24), eða svokölluð neyðarbraut, mætti nota áfram væri fyrirhugaðum bygg­ing­um á Hlíðar­enda­svæðinu breytt. Ekki hef­ði hins veg­ar verið hægt að opna þá umræðu. Benti Friðrik á að ef full­ur vilji væri til staðar um að kom­ast að sam­komulagi um flug­völl­inn þá væri það hægt. Til dæm­is væri hægt að breyta lög­un þeirra bygg­inga sem fyr­ir­hugað sé að reisa á Hlíðar­enda­svæðinu þannig að hægt yrði að nota braut­ina áfram á meðan unnið væri að lausn­um til lengri tíma.

Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði 23. október 2014 en tillögunni var frestað. Tillagan er svohljóðandi: „Gerð er tillaga um að Reykjavíkurborg hefji án tafar viðræður við félög tengd uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu um að finna lausn á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Hlíðarenda þannig að fyrirhugaðar byggingar komist fyrir á reitnum án þess að vera hindrun fyrir flugbraut 06/24 eða svokallaða „neyðarbraut“ svo hún geti áfram haldið hlutverki sínu þrátt fyrir uppbyggingu á Hlíðarenda og allir hagsmunaaðilar geti vel við unað.“

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur