Miðvikudagur 04.02.2015 - 23:02 - FB ummæli ()

Hroki meirihlutans í borginni

Íslandsmet í lélegri þjónustu

Ef það er eitthvað sem meirihlutinn í borginni stendur fyrir þá er það hroki. Flestir vita hvernig Dagur borgarstjóri brást við þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg fékk langverstu einkunnina í þjónustukönnun 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Svör Dags borgarstjóra voru þau að Reykvíkingar séu kröfuharðari. Það er skoðun hans að fólk úti á landi og í nágrannasveitarfélögunum sætti sig við allt a.m.k. miklumiklu minna, geri minni kröfur en Reykvíkingar. Það er mat borgarstjórans sem henti 70.000 undirskriftum út um gluggann.

Í samanburði við önnur sveitarfélög sem tóku þátt í könnuninni var Reykjavík í 19. sætinu, þ.e. neðsta sætinu, varðandi gæði umhverfis í nágrenni við heimilið, þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla, þjónustu leikskóla, þjónustu við eldri borgara, þjónustu við fatlaða, aðstöðu til íþróttaiðkunar og það hversu ánægðir íbúarnir væri með þjónustu sveitarfélagsins. Reykjavík var í 18. sætinu af 19 með skipulagsmálin, 17. sætinu af 19 með þjónustu í tengslum við sorphirðu, 16. sætinu af 19 yfir því hversu ánægðir íbúarnir væru með sveitarfélagið sem stað til að búa á og í 15. sætinu með menningarmálin.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Meirihluti borgarstjórnar með Sóleyju Tómasdóttur í broddi fylkingar hefur verið að skammast út í minnihlutanum fyrir það að setja tillögur á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum og bókaði meirihlutinn á fundi forsætisnefndar 30. janúar sl. „…nokkuð hefur borið á því að þau hafi verið nýtt án þess að brýn nauðsyn krefji. Forsætisnefnd beinir því til borgarfulltrúa að undirbúa borgarstjórnarfundi vel og rökstyðja óskir um afbrigði þegar svo ber undir.“ Þarna er Sóley og félagar að vísa til þess að á fundi borgarstjórnar 20. janúar sl. lögðu fulltrúar minnihlutans fram tillögur sem sneru að Ferðaþjónustu fatlaðra og lutu að því að grípa nú þegar til aðgerða í þeim málum. Það gat meirihlutinn auðvitað ekki gert enda dregur hann lappirnar í öllu og afleiðingarnar eru skelfilegar eins og sannaðist í dag.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/olof-fannst-i-laestum-bil-ferdathjonustu-fatladra-liklega-buin-ad-vera-i-bilnum-i-sjo-tima

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur