Þriðjudagur 10.02.2015 - 11:56 - FB ummæli ()

Hvað gerir Reykvíkinga hamingjusama?

Er fólk hamingjusamt yfir fækkun bílastæða, þrengingu gatna, þéttingu byggðar í ljósi þess að samkvæmt þjónustukönnun eftir hverfum borgarinnar eru íbúar miðborgarinnar óánægðastir af öllum íbúum borgarinnar með skipulagsmálin, svik á stærsta kosningaloforði VG um gjaldfrjálsa leikskóla, hækkun þjónustugjalda, tæplega 1000 manna biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum, samráðsleysi, sameiningu skóla, ferðaþjónustu fatlaðra, mötuneytismál í skólum, skúrabyggingar við skólahúsnæði, viðhaldsleysi skólabygginga, holóttar götur, flugvallarmálið eða kannski að vera í síðasta sæti í þjónustukönnun 19 stærstu sveitarfélaga landsins?

Reykvíkingar ættu kannski að geta fengið svör við eitthvað af þessum spurningum á Kjarvalsstöðum kl. 20 í kvöld en þar mun Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, ásamt fleirum leitast við að svara spurningum eins og hvað þarf til að bæta skilyrði hamingju í borg, er það hagstæður ferðatími, umbreyting bílamenningar yfir í aðra samgöngumáta, almennt vinsamlegt umhverfi, umhverfi sem stuðlar að heilbrigðari lífsstíl, fallegar hjólaleiðir, gönguleiðir, sýnileg menning og listaverk, skemmtileg torg og garðar, en fundurinn ber yfirskriftina Hver eru áhrif borgarumhverfis á hamingju?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur