Þriðjudagur 21.07.2015 - 23:48 - FB ummæli ()

Þarf Landsbankinn á fjármálaráðgjöf að halda?

Rök bankastjóra Landsbankans fyrir því að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á einni verðmætustu lóð landsins eru þau að það muni spara 700 milljónir á ári. Ef bankinn sparar 700 milljónir á ári að byggja þetta glæsihýsi við höfnina þá er bankinn greinilega í algjöru rugli nú þegar og þarf á fjármálaráðgjöf að halda. Einhvern veginn efast ég um það að fjármálaráðgjafi sem væri að vinna vinnuna sína myndi ráðleggja fyrirtæki sem gæti sparað verulegar fjárhæðir á ári við það að sameina reksturinn á einn stað myndi ráðleggja viðkomandi fyrirtæki að byggja glæsihýsi á dýrasta staðnum í bænum þegar það væri hægt að byggja eða kaupa annars staðar fyrir töluvert lægra verð eins og bent hefur verið á.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur