Miðvikudagur 11.05.2016 - 20:10 - FB ummæli ()

Sumargötur

Á visir.is er greint frá því að mikil óánægja sé meðal kaupmanna við Skólavörðustíg með lokun gatna í 5 mánuði í miðborginni. Gagnrýna þeir borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. http://www.visir.is/kaupmenn-vid-skolavordustig-osattir-med-sumarlokun/article/2016160519726

Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um samráð 

Á fundi borgarráðs 19. nóvember 2015 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi tillögu:

„Lagt er til að tillagan að umræddum göngugötum verði lokað til frambúðar í fimm mánuði frá 1. maí til 1. október verði send til umsagnar hverfisráðsins, íbúasamtakanna, Miðborgarinnar okkar, Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, eigenda, íbúa og rekstraraðila á þeim svæðum sem lokað verður fyrir umferð. Þá er lagt til að kosið verði um málið á Betri Reykjavík.“

Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um samráð felld af meirihlutanum 

Á fundi borgarráðs 26. nóvember 2015 var tillagan tekin til afgreiðslu og var hún felld af meirihutanum, þ.e. Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum og Bjartri framtíð.

Á fundinum lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tvær eftirfarandi bókanir:

Það er slæmt hvað meirihlutanum er illa við samráð. Því er lagt til  að borgarfulltrúar meirihlutans rifji reglulega upp eftirfarandi yfirlýsingar sínar í samstarfssáttmálanum: „Síðast en ekki síst viljum við að það sé ekki bara okkar vilji sem gildi. Við viljum efla lýðræðið svo að kraftar allra borgarbúa nýtist við stefnumörkun og ákvarðanatöku hins opinbera. Við hlustum á alls konar raddir og sköpum þeim vettvang. Með opnari stjórnsýslu verður samræðan upplýstari, ákvarðanatakan skilvirkari og sáttin meiri.“

Ljóst er að þótt ánægja með göngugötur í miðborginni hafi aukist ár frá ári þá verður ekki ráðið af þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið að fólk sé almennt tilbúið til þess að loka götum í fimm mánuði á ári. Svo virðist nefnilega að ánægja með göngugötur á sumrin annars vegar og lokun gatna í fimm mánuði á ári hins vegar ekki vera alveg það sama í hugum fólks eins og bersýnilega kom í ljós í skoðanakönnuninni sem Gallup gerði fyrir Miðborgina okkar í apríl síðastliðnum en samkvæmt henni eru 58,3% hlynntir sumargötum en 59,8% eru andvígir því að lengja tímabilið í fimm mánuði. Við teljum að nægur tími sé fram á næsta sumar til að kanna vilja fólks.

Hér er linkur á grein sem ég skrifaði 15. nóvember 2015 „Vilt þú að tilteknum götum verði lokað í 5 mánuði á ári?“

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/11/15/vilt-thu-ad-tilteknum-gotum-verdi-lokad-i-5-manudi-a-ari/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur