Fimmtudagur 09.06.2016 - 11:52 - FB ummæli ()

Úlfarsárdalur endurskoðun

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt lýsing vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, en stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun á fundinum:

„Mikilvægt er að stækka byggðina í Úlfarsárdal eins og borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað bent á og komið með tillögur um.

Þetta er mikilvægt til að hverfið verði sjálfbært og þeir innviðir sem borgin hefur og er að fjárfesta í komi að sem mestum notum. Einnig til að hægt sé að uppfylla skuldbindingar borgarinnar gagnvart kaupendum lóða í hverfinu, til að uppfylla skuldbindingar borgarinnar við Knattspyrnufélagið Fram, til að koma til móts við væntingar íbúa í Úlfarsárdal og til að auka lóðaframboð í borginni sem er af skornum skammti.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks telja hins vegar að stækka þurfi hverfið enn meira en endurskoðun deiliskipulagsins gerir ráð fyrir. Eru það vonbrigði að fyrirhuguð breyting á skipulaginu og stækkun hverfisins nái ekki einnig til svæðisins fyrir ofan Mímisbrunn.“

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur