Það gengur hægt að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík. Í desember 2014 var samþykkt að fjölga þeim um 100 á ári. Það hefur ekki tekist. Á fundi borgarráðs 3. nóvember sl. var upplýst að Félagsbústaðir hafi á tímabilinu 1. janúar 2016 til 15. september 2106 einungis keypt 11 eignir sem innihalda 15 leigueiningar.
Meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í broddi fylkingar hefur nú endanlega horfið frá þeirri stefnu að fjölga þeim um 100 á ári á þessu kjörtímabili. Miðað við „frammistöðu“ meirihlutans á kjörtímabilinu og áætlanir hans til loka kjörtímabilsins mun ekki nást að fjölga þeim um 100 á ári á þessu kjörtímabili eins og lofað var.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 sem samþykkt var í desember 2014 varðandi Félagsbústaði segir: „Áætluð stækkun á eignasafni félagsins er metnaðarfull eða að nettó fjölgun íbúða í eigu og/eða forsjá félagsins verði 500 íbúðir á næstu 5 árum.“
2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | ||
Kaup eigna | Íbúðir | 10 | 110 | 110 | 110 | 110 | 110 |
Sala eigna | Íbúðir | -2 | -10 | -10 | -10 | -10 | -10 |
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 sem samþykkt var í desember 2015 varðandi Félagsbústaði segir: „Áætluð stækkun á eignasafni félagsins er metnaðarfull eða að nettó fjölgun almennra félagslegra íbúða í eigu og/eða forsjá félagsins verði 500 íbúðir á tímabilinu 2015—2019.“
2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | Alls | |
Almennar | 44 | 60 | 61 | 159 | 96 | 75 | 495 |
Utankjarnaíbúðir | 15 | 5 | 13 | 33 | |||
Búsetukjarni | 5 | 22 | 23 | 24 | 74 | ||
Alls | 44 | 80 | 83 | 187 | 133 | 75 | 602 |
„Á tímabilinu verði seldar 12 íbúðir þ.a. nettó fjölgun eigna verði 590, þar af 74 í búsetukjörnum.“
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem lögð verður fram til seinni umræðu á næsta þriðjudag segir varðandi Félagsbústaði: „Áætluð stækkun á eignasafni félagsins er metnaðarfull eða að 606 nýjar leigueiningar bætist við safnið á tímabilinu 2016-2021.“
2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | Alls | |
Almennar | 34 | 46 | 42 | 155 | 147 | 25 | 449 |
Utankjarnaíbúðir | 5 | 8 | 12 | 25 | |||
Búsetukjarni | 5 | 12 | 13 | 32 | 18 | 80 | |
Þjónustuíbúðir | 52 | 52 | |||||
Alls | 91 | 58 | 60 | 195 | 177 | 25 | 606 |
„Á tímabilinu er áætlað að seldar verði 12 íbúðir þ.a. nettó fjölgun eigna verði 594, þar af 80 í búsetukjörnum.“