Mánudagur 12.12.2016 - 21:16 - FB ummæli ()

Skjaldborgin Tjaldborg

Í fréttum RÚV í kvöld var viðtal við 65 ára konu sem er öryrki og býr í húsbíl á tjaldsvæðinu í Laugardalnum. Í fréttinni er upplýst að hún sé búin að vera á biðlista í um 2 ár en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hafi tæplega 880 verið á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði 1. desember sl. Meðalbiðtími eftir íbúð sé um 38 mánuðir en þeir sem séu í brýnustu þörfinni bíði skemur en aðrir.  http://www.ruv.is/frett/heldur-jol-i-husbil-i-laugardalnum

Einhverra hluta vegna var ekki rætt við Dag borgarstjóra um málið enda virðist hann meira og minna stikkfrír þegar kemur að vandamálunum í borginni. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að Dagur borgarstjóri á stóran þátt í því að skapa þennan vanda með ákvörðunum og athafnaleysi þessa og síðasta meirihluta í borginni. Bæði með því að úthluta ekki lóðum, en á síðasta ári var engri lóð með fleiri en 5 íbúðum úthlutað, og með því að fjölga ekki félagslegum leiguíbúðum árin eftir hrun þegar framboð á húsnæði sem hentaði vel til leigu „flæddi“ út á markaðinn og aðrir sáu kauptækifærin. Borgin ákvað hins vegar að draga úr fjölgun félagslegra leiguíbúða á síðasta kjörtímabili sem m.a. má rekja til vanþekkingar borgarinnar á framboði leiguhúsnæðis og leiguverðs en fljótlega eftir að borgin setti sér húsnæðisstefnu á árinu 2011 hækkaði leiguverð og framboð minnkaði en eftir sat borgin nánast aðgerðarlaus með húsnæðisstefnuna sem hefst á orðunum: „Stefna Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.“ Borgarbúar geta svo dæmt um það hvort þetta rúmlega 5 ára gamla loforð eigi við rök að styðjast!

Sú stefna borgarinnar að fækka félagslegum almennum leiguíbúðum á síðasta kjörtímabili hefur aukið vandann verulega, en það var fyrst í október 2015 sem Félagsbústaðir áttu jafn margar almennar félagslegar leiguíbúðir eins og félagið átti á árunum 2009 og 2010. Í árslok 2015 áttu Félagsbústaðir 57 fleiri félagslegar almennar leiguíbúðir en í árslok 2009. Borgin ætlaði að fjölga þeim um 200 á árunum 2015 og 2016 en 15. september sl. hafði þeim einungis fjölgað um 99 íbúðir frá 1. janúar 2015, þar af höfðu einungis 11 eignir sem innihalda 15 leigueiningar verið keyptar á tímabilinu 1. janúar 2016 til 15. september 2106.

Það er ljóst að stefna borgarinnar að fjölga þeim um 100 á ári á þessu kjörtímabili hefur ekki gengið eftir. Það er líka ljóst að borginni gengur illa að takast á við ört vaxandi biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum. Í fréttinni sem vísað er til hér að ofan voru um 880 manns á biðlista 1. desember sl., 1. september sl. voru 844 á biðlista en um síðustu áramót voru 723 manns á biðlista.

Hér að neðan er linkur á nokkrar greinar sem ég hef skrifað um húsnæðismálin í Reykjavík:

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/12/06/ekki-a-thessu-kjortimabili/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/11/08/57-leiguibudir-a-6-arum/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/08/03/lodaverdaleyndin/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/06/09/ulfarsardalur-endurskodun/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/02/27/thetting-byggdar-og-unga-folkid/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/02/24/1887-ibudir/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/02/19/lodauthlutanir-borgarinnar-2015/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/02/11/bidlistaborgin-reykjavik/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/01/17/husnaedisuppbyggingin-i-reykjavik-malthing-november-2015/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/01/15/engar-lodir-til-solu/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/01/07/spurningar-i-upphafi-ars/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/11/05/fjolgun-ibuda-i-reykjavik/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/09/18/bryn-thorf-einhleypra/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/08/16/vilji-er-allt-sem-tharf-til-ad-leysa-husnaedisvandann/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/08/11/felagslegum-leiguibudum-faekkar-i-reykjavik/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2015/02/20/stora-kosningalofordid-vertu-a-gotunni/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/11/17/fyrirspurn-um-kaup-a-felagslegum-ibudum/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/11/12/eru-2500-3000-nyjar-ibudir-i-bodi-borgarstjora/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/10/31/viltu-koflotta-gangstett-eda-felagslegar-leiguibudir/

http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2014/09/23/skortur-a-felagslegum-leiguibudum-i-reykjavik/

 

 

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur