Meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, þ.e. Samfylkingunni, Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, gengur illa að láta áætlanir í húsnæðismálum ganga upp. Meðan biðlistar lengjast og húsnæðisvandinn eykst þylur borgarstjóri upp hverja áætlunina á fætur annarri og færir eignir á milli A og B, þ.e. úr eignasjóði Reykjavíkurborgar yfir til Félagsbústaða, í þeirri von að borgarbúar […]
Umsækjendum á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 41% á tæpu einu og hálfu ári og eru nú 1022. Aðeins 3 slíkar íbúðir hafa verið keyptar á þessu ári. Í árslok 2015 voru samtals 723 umsækjendur á biðlista eftir almennum félagslegum íbúðum í Reykjavík. Í árslok 2016 voru þeir 893. Hafði […]