Mánudagur 04.05.2015 - 21:19 - FB ummæli ()

Lýðræðisást í flugvallarmálinu?

MMR kannaði hug Íslend­inga til þess að loka flug­braut 06/24 (oft nefnd neyðarbraut) á Reykja­vík­ur­flug­velli. Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar voru þær að 78% Íslend­inga eru and­víg því að braut­inni verði lokað. Sé aðeins horft á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins vilja 74% ekki að braut­inni verði lokað. Sé aðeins horft á Reykja­vík þá eru 68% íbúa and­víg lok­un braut­ar­inn­ar. Könn­un­in var unn­in af MMR dag­ana 16. – 21. apríl 2015 og spurt var: „Ert þú fylgj­andi eða and­víg(ur) því að flug­braut 06/24 á Reykja­vík­ur­flug­velli, oft nefnd neyðarbraut, verði lokað?“ Úrtakið voru Íslend­ing­ar á aldr­in­um 18 ára og eldri. Svar­fjöldi: 1.001 ein­stak­ling­ur.

Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn og tillögu á fundi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í dag en ráðið er stundum kallað “Pírataráðið”:

Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina: 

Niðurstaða könnunar MMR sýnir að meirihluti þeirra sem tók þátt vill ekki láta loka brautinni. Því óska Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum um það hvort og þá með hvaða hætti stjórnkerfis- og lýðræðisráð ætlar að bregðast við þessari könnun.

Tillaga Framsóknar og flugvallarvina:

Í ljósi niðurstöðu könnunar MMR er lagt til að stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykki að óska eftir því að borgarstjórn fari í almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa Reykjavíkur, skv. 107. gr., sbr. 108. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011, um það hvort loka eigi flugbraut 06/24.

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur