Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 06.10 2016 - 20:48

Styrking heilsugæslunnar?

Umnæstu áramót verða teknar tvær nýjar heilsugæslustöðvar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem […]

Föstudagur 26.08 2016 - 09:56

Öruggari leigumarkað-Eyðum óvissu og óöryggi meðal leigjenda

Nýjasta útspil ríkisstjórnar í húsnæðismálum hjálpar fáum að eignast sína fyrstu íbúð. Það hjálpar enn færri að nýta sér séreignarsparnað sem eru á leigumarkaði. Undanfarin ár hefur fjöldi þeirra sem búa í leiguhúsnæði aukist gríðarlega. Í dag er hlutfall leigjenda á húsnæðismarkaði um 22% en var 14% árið 2004. Fyrir nokkrum mánuðum lét félagsmálaráðherra gera […]

Þriðjudagur 23.08 2016 - 07:29

Endurreisum heilbrigðiskerfið!

  Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á […]

Föstudagur 12.08 2016 - 12:09

Stefni á 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík!

Ég hef tilkynnt kjörstjórn Samfylkingar um þáttttöku mína í stuðningsmannavali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga haustið 2016. Ég sækist eftir 3. – 4.  sæti í valinu. Að mínu mati stendur Samfylkingin á tímamótum. Hún þarf nauðsynlega á því að halda að laða til liðs við sig nýja krafta, fólk sem tilbúið er til að […]

Föstudagur 22.07 2016 - 13:22

Batnandi tannheilsa barna….

  Um daginn birtust fréttir frá Sjúkratryggingum Íslands um batnandi tannheilsu barna á Íslandi. Til að meta tannheilsu barna þarf að reikna út meðalfjölda tannviðgerða á barn. Árið 2001 var meðalfjöldinn 1.57 og hefur farið lækkandi síðan og var árið 2015 0,65 viðgerð á meðaltali á barn. Til viðbótar þessu var árlegt hlutfall barna sem […]

Föstudagur 24.06 2016 - 22:04

Betur má ef duga skal!

Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! […]

Mánudagur 13.06 2016 - 16:51

Nýr búvörusamningur – Óbreytt ástand  

  Fyrir alþingi liggur frumvarp um nýjan búvörusamning milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands. Markmið samningsins er að auka verðmætasköpun og nýta betur tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls og treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun, nýsköpun og byggðafestu. Eftir lestur á samningnum eru nokkur atriði sem eru […]

Föstudagur 27.05 2016 - 16:24

Félagsleg einkavæðing – Kletturinn horfinn

Í vikunni bárust fréttir af því að íbúðalánasjóður hafi selt leigufélagið Klett til fjárfesta. Með sölunni lauk áhugaverðu félagslegu leiguskipulagi sem Guðbjartur Hannesson þáverandi velferðarráðherra kom á til að bjóða fólki (óháð tekjum) aðgang að öruggu leiguhúsnæði til langs tíma. Þetta leiguform finnst ekki á almennum leigumarkaði í dag. Um tilgang Íbúðalánasjóðs segir á heimasíðu […]

Þriðjudagur 03.05 2016 - 22:02

Eyðum óvissu og óöryggi meðal leigjenda

Í nýjasta tölublaði Fréttatímans (tbl. 29.04.2016) er að finna áhugaverða og átakalega lýsingu á stöðu leigjenda á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var við nokkra viðmælendur sem voru sammála um að staða leigjenda á höfuðborgarsvæðinu væri erfið í ljósi óöryggis og óvissu sem ríkti á markaðinum. Í raun ríkir ekkert öryggi hjá leigutaka nema 3ja mánaðar […]

Föstudagur 01.04 2016 - 20:28

Greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu – Alltof há mörk

Heilbrigðisráðherra hefur boðað breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónstu með það að markmiði að takmarka kostnað við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Eitt af fáum atriðum sem er gott við við tillögur ráðherra er að greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau  einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi eykst. Aftur á móti verða áfram í gildi […]

Höfundur

Gunnar Alexander Ólafsson
Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og meistaragráðu í heilbrigðisstjórnun frá Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg. Ég hef mikinn á áhuga á ríkisrekstri, íslenskri stjórnsýslu, heilbrigðis- og efnahagsmálum, norrænni samvinnu, ESB, öryggis- og varnarmálum. Tölvupóstur: gunnaralexander1212@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur