Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju (skv. fyrstu tölum). Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu. Nýja Ísland vill líka hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju. Mikill meirihluti með öllum áherslum stjórnlagaráðs – nema varðandi þjóðkirkjuna. Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni […]
Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju. Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu. Nýja Ísland vill hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju. Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána. Meira en 51% kjörsókn í Reykjavík suður. 47% í Þingeyjarsveit […]
Í gær kom saman hópur fólks úr öllum stjórnmálaflokkum og ýmsum kimum samfélagsins. Þau sömdu áskorun til þjóðarinnar og stjórnmálamanna um að gæta betur að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Þarna hljómaði rödd skynseminnar. Vönduð ný skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar sýndi svart á hvítu, að raunhæfustu valkostirnir í þeim efnum eru áframhald krónuhagkerfisins, þ.e. […]
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í herferð í síðustu viku, með útreiknaðan boðskap um að skattbyrði allra hafi hækkað eftir hrun. Bjarni brá á það ráð, til að fá “rétta” niðurstöðu, að reikna skattbyrðina eins og tekjuskattur hefði verið lagður á kaupmátt tekna ársins 2007 (eftirá) en ekki á venjulegar heildartekjur ársins, eins og gert […]
Hið nýja frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 er athyglisvert. Þar er sýnt að áætlunin um að koma ríkisbúskapnum á sléttan sjó eftir frjálshyggjuhrunið er að takast. Það er afar mikilvægt og alls ekki sjálfsagt. Menn geta t.d. skoða hvernig ýmsum evrópskum þjóðum sem lentu illa í kreppu gengur að höndla ríkisbúskap sinn! Bandaríkin eru […]
Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, hefur slegið öðrum fjölmiðlamönnum á Íslandi við með viðamiklum og víðtækum skrifum sínum um hinar ýmsu hliðar fjármálabrasksins sem setti Ísland á hausinn. Ingi Freyr skilur fjármálaheiminn vel og hefur fyrir því að kafa ofan í gögn og draga upp á yfirborðið aragrúa af upplýsingum sem eiga mikið erindi […]
Athyglisverð bók – Athyglisverður fyrirlestur á morgun í Háskóla Íslands Ha-Joon Chang heldur erindi í tilefni af útgáfu bókarinnar 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá. Í pallborði verða: Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og heiðursdoktor við HÍ Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar Páll Skúlason, prófessor í heimspeki Fundarstjóri: Björn Þorsteinsson, heimspekingur Ha-Joon Chang er sérfræðingur í […]
Hér er fróðleg umfjöllun David Harvey um kreppur kapítalismans. Hann fjallar um helstu tegundir skýringa á kreppum og síðan sérstaklega um fjármálakreppu nútímans. Sjónarhorn Harveys einkennist af gagnrýni á óhefta markaðshyggju. Myndbandið er skýrt og greinargott og gagnlegt hvort sem menn eru sammála sjónarhorni höfundar eða ekki.
Í gær birti ég niðurstöður úr fjölþjóðlegri könnun frá nóvember síðastliðnum, sem sýndi svör almennings við spurningunni um hvort land þeirra væri á réttri leið, almennt séð. Ísland var í næst efsta sæti með fjölda svarenda sem segja landið vera á réttri leið, næst á eftir Svíþjóð og fyrir ofan hina hagsælu Lúxemborg. Athyglisvert var […]
Í nýlegri fjölþjóðlegri könnun, sem gerð var í nóvember síðastliðnum fyrir Eurobarometer, var fólk m.a. spurt hvort það teldi land sitt almennt séð á réttri eða rangri leið, um þessar mundir? Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar og uppörvandi fyrir Ísland. Ísland er í öðru sæti á eftir Svíþjóð hvað snertir fjölda sem telur að landið sé […]
Fyrri pistlar