Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 21.08 2012 - 22:35

Verðmerking matvæla leggst af

Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins á síðasta ári er verðmerking ferskrar matvöru að umtalsverðu leyti að leggjast af. Hakk, kjötfars, lambalærissneiðar, lambakótilettur, nautakjöt í ýmsum útgáfum, svínakjöt í ýmsum útgáfum, kjúklingakjöt í ýmsum útgáfum, álegg, pylsur, ostar o.m.fl. er ekki lengur verðmerkt. Þetta eru allt þær vörur sem fólk kaupir mest af í daglegum innkaupum sínum. […]

Þriðjudagur 07.08 2012 - 09:44

Framtíð Framsóknarflokksins

Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem ég hef unnið fyrir á kjördag. Ég sat á kjördeild í Keflavík og merkti við hverjir höfðu kosið til þings í það skiptið. Það var fyrir nokkuð löngu síðan. Pabbi er frá Haukadal í Dalasýslu og þegar hann flutti á mölina þá tók hann framsókarstefnuna með sér. Mamma er frá […]

Fimmtudagur 02.08 2012 - 15:34

Benedikt Jóhannesson biður afsökunar

Ritdeila okkar Benedikts Jóhannessonar náði hámarki í gærkveldi með afsökunarbeiðni hans, vegna rangfærslu um meðferð mína á gögnum Hagstofu Íslands um tekjuójöfnuð. Hann dróg af rangfærslu sinni miklar ályktanir sem voru bæði rangar og meiðandi. Amx-ófrægingavefurinn stökk til og fullyrti að ég hefði falsað línurit! Þeir munu nú væntanlega draga það til baka og líka biðjast […]

Miðvikudagur 01.08 2012 - 13:26

Risaklúður Benedikts Jóhannessonar

Benedikt Jóhannesson rembist eins og rjúpan við staurinn við að gera athugasemdir við greinar mínar, sem virðast hafa komið illa við hann. Í dag sendir hann mér enn eina greinina og fullyrðir þar að ég hafi gert mistök við að birta tölur Hagstofunnar um tekjuójöfnuð frá 2003 til 2010. Segir Benedikt að ég hafi sett röng ártöl […]

Miðvikudagur 25.07 2012 - 13:50

Valdið bak við tjöldin

Jóhann Hauksson skrifar mjög athyglisverða grein í DV í dag um þræði valdsins á Íslandi. Jóhann, sem er vel menntaður félagsvísindamaður, skrifaði bók um þetta efni í fyrra sem dróg upp afar skýra mynd af valdasamþjöppuninni á Íslandi (Þræðir valdsins). Megineinkenni valdakerfisins á Íslandi eru óvenju náin tengsl auðmanna, stjórnmálaflokka (einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar) og […]

Föstudagur 20.07 2012 - 16:38

Rödd skynseminnar

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, er löngu þjóðþekktur fyrir ötula baráttu sína fyrir hag langveikra og öryrkja. Oftar en ekki er hann rödd skynseminnar á þeim vetvangi. Í gær skrifaði hann grein í Fréttablaðið um forgangsröðun í baráttu ÖBÍ. Ég er sammála hverju orði í grein hans og birti hana hér orðrétt: Mannréttindi eru ómetanleg […]

Sunnudagur 08.07 2012 - 09:36

Styrmir stýrir Samfylkingunni

Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason skrifa reglulega á vefsíðu sem kallast Evrópuvaktin. Meginverkefni þeirra virðist vera að segja eitthvað niðrandi og hrollvekjandi um Evrópusambandið, minnst tvisvar á dag. Styrmir og Björn skrifa þó líka um innlend stjórnmál. Einkum er þar að finna alls konar skrif um ríkisstjórnina og er það allt á einn veg – […]

Miðvikudagur 04.07 2012 - 11:44

Mykjudreifari hlýtur frelsisverðlaun!

Um helgina voru veitt í Valhöll svokölluð “Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar”, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til áratuga og bankaráðsmanns í Landsbankanum fram að hruni. Það vakti mikla hneykslun árið 2010 þegar verðlaun þessi voru veitt InDefence hópnum “fyrir að verja þjóðina gegn Icesave-byrðunum”, vegna þess að Kjartan Gunnarsson átti sjálfur mikinn þátt í að færa þjóðinni Icesave, […]

Miðvikudagur 27.06 2012 - 17:49

Óheilindi í Icesave-málinu?

Það verður ljósara með hverjum degi sem líður að þjóðin var gróflega blekkt með málflutningi sumra andstæðinga samningaleiðarinnar í Icesave-málinu. Forsetinn gerði einnig alvarleg mistök þegar hann vísaði Icesave III (Buchheit-samningnum) í þjóðaratkvæðagreiðslu, á röngum forsendum og gegn mjög rúmum meirihluta á Alþingi. Hver eru rökin fyrir þessum fullyrðingum mínum? Kostnaður sem var líklegur til […]

Sunnudagur 24.06 2012 - 23:54

Súrrealísk úrskurðarnefnd

Kæra Önnu Kristínar Ólafsdóttur á hendur forsætisráðuneytinu vekur mikla furðu. Anna sótti ásamt fleirum um starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Skipuð var fagnefnd sérfræðinga til að úrskurða um hæfni umsækjenda um starfið. Anna Kristín lenti í 5. sæti í hæfnismatinu en karlmaður sem var í 1. sæti var ráðinn. Nú vill svo til að Anna Kristín […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar