Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 25.10 2013 - 16:47

Flugvöllurinn – lausn fyrir alla

Ríkið, borgin og flugið hafa náð samkomulagi um lausn á flugvallarmálinu. Völlurinn fær að vera á sama stað til 2022, en á tímabilinu verði unnið að því að finna honum nýjan stað, helst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mikið fagnaðarefni. Með þessu er m.a. opnað á framkvæmd þeirrar tillögu sem ég hef verið talsmaður fyrir – […]

Miðvikudagur 23.10 2013 - 21:46

Forystu vantar – ekkert gerist

Allir eru sammála um alvarlega stöðu Landsspítalans. Allir. Kvöld eftir kvöld koma nýjar upplýsingar frá málsmetandi læknum um alvarlegt ástand tækja, ófullnægjandi húsakost og manneklu – og umfram allt afleitar horfur til framtíðar við óbreytt ástand. Í kvöld var greint frá hjartalækningadeildinni (hér). Enn einn dapurlegi vitnisburðurinn. Af hverju er ekki hlustað á læknana? Hvað […]

Þriðjudagur 22.10 2013 - 12:31

Kjarasamningar – þetta er verkefnið

Aðilar vinnumarkaðarins birtu fyrir helgi nýja skýrslu um kjaraþróun og ýmsar forsendur sem þeir hyggjast líta til í komandi kjarasamingum. Tvennt skiptir mestu máli fyrir komandi kjarasamninga, að mínu mati. Það er þetta: Auka þarf kaupmátt almennings til að örva hagkerfið, í anda Keynesískrar hagstjórnar (sjá ný skrif Ólafs Margeirssonar hagfræðings um það). Ná þarf […]

Sunnudagur 20.10 2013 - 10:49

Spilling í stjórnkerfinu – mikil eða lítil?

Gallup International gerði könnun á viðhorfum almennings í nærri 130 löndum á síðasta ári, þar sem spurt var: “Er spilling víðtæk í stjórnkerfi lands þíns, eða ekki?“ Niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér að neðan (tvísmellið á myndina til að stækka hana). Ísland er í 42. sæti. Almenningur á Íslandi telur sem sagt í mun […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 15:55

Færri öryrkjar á Íslandi en í Skandinavíu

Alltaf annað slagið gýs upp umræða um mikla fjölgun örorkulífeyrisþega á Íslandi. Margir virðast trúa því að hér sé framfærslubyrði samfélagsins óvenju mikil vegna örorku og elli. Hér sé alltof auðvelt að komast á örorkulífeyri. Það er ekki rétt, ef borið er saman við hinar norrænu þjóðirnar. Á myndinni hér að neðan má sjá hve […]

Miðvikudagur 16.10 2013 - 11:29

Sjálfstæðiskona vegur að fátækum

Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í herferð gegn fátækum í Reykjavík. Hún gagnrýnir harðlega að borgin skuli hafa hækkað leyfilega upphæð fjárhagsaðstoðar við fólk í sérstökum fjárhagsþrengingum. Segir að upphæðin nálgist lægstu laun um of og að þetta dragi úr vilja fólks til að vinna sér til sjálfsbjargar. Reykjavíkurborg hækkaði fjárhagsaðstoðina sem hluta af […]

Sunnudagur 13.10 2013 - 09:36

Það sem AGS lærði um ríka fólkið á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skekur nú heimsbyggðina með boðskap í nýrri skýrslu sinni um að rétt kunni að vera að skattleggja ríkasta fólkið og fyrirtæki meira til að vinna gegn halla á ríkisbúskap og ójöfnuði. Þetta eru helgispjöll í heimi hagfræðinnar, þar sem frjálshyggja og auðmannadekur hafa ráðið ríkjum. Boðskapur frjálshyggjumanna hefur frá um 1980 verið sá, að […]

Laugardagur 12.10 2013 - 09:34

Kaupmátturinn batnar of hægt

Samtök atvinnulífsins og sumir stjórnmálamenn leggjast nú kröftuglega gegn alvöru kauphækkunum í komandi kjarasamningum. Það er aðfinnsluvert af tvennum ástæðum: Íslendingar tóku á sig meiri kjaraskerðingu en aðrar vestrænar þjóðir í kjölfar hrunsins Endurheimt viðunandi kaupmáttar hefur gengið of hægt og heldur nú aftur af hagvexti Það er óþolandi og beinlínis skaðlegt ef Íslendingar festast […]

Sunnudagur 06.10 2013 - 23:43

Orsakir hrunsins – í fræðilegu samhengi

Margt hefur skýrst um orsakir íslenska hrunsins á síðustu árum. Hrunið byrjaði sem hrun hlutabréfamarkaðarins haustið 2007. Síðan tók við hrun krónunnar frá ársbyrjun 2008 og loks kom hrun bankanna í október 2008. Eftir það hrundi traust á stjórnvöldum og efnahagslífið sökk í kreppu, sem náði botni á árinu 2010. Hrunið kom í kjölfar óvenju […]

Föstudagur 04.10 2013 - 21:40

Mistök ríkisstjórnarinnar?

Það er auðvitað hægt að hafa ýmsar skoðanir á fjárlögunum. En ef mið er tekið af málflutningi aðstandenda ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar þá blasa við a.m.k. þrenn stór mistök í fjárlagafrumvarpinu. Meðferðin á Landsspítalanum Undanhald í nýsköpun. Að setja auðmenn í forgang í skattalækkunum Allir voru sammála um að nú væri komið að umskiptum fyrir Landsspítalann. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar