Ríkið, borgin og flugið hafa náð samkomulagi um lausn á flugvallarmálinu. Völlurinn fær að vera á sama stað til 2022, en á tímabilinu verði unnið að því að finna honum nýjan stað, helst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mikið fagnaðarefni. Með þessu er m.a. opnað á framkvæmd þeirrar tillögu sem ég hef verið talsmaður fyrir – […]
Allir eru sammála um alvarlega stöðu Landsspítalans. Allir. Kvöld eftir kvöld koma nýjar upplýsingar frá málsmetandi læknum um alvarlegt ástand tækja, ófullnægjandi húsakost og manneklu – og umfram allt afleitar horfur til framtíðar við óbreytt ástand. Í kvöld var greint frá hjartalækningadeildinni (hér). Enn einn dapurlegi vitnisburðurinn. Af hverju er ekki hlustað á læknana? Hvað […]
Aðilar vinnumarkaðarins birtu fyrir helgi nýja skýrslu um kjaraþróun og ýmsar forsendur sem þeir hyggjast líta til í komandi kjarasamingum. Tvennt skiptir mestu máli fyrir komandi kjarasamninga, að mínu mati. Það er þetta: Auka þarf kaupmátt almennings til að örva hagkerfið, í anda Keynesískrar hagstjórnar (sjá ný skrif Ólafs Margeirssonar hagfræðings um það). Ná þarf […]
Gallup International gerði könnun á viðhorfum almennings í nærri 130 löndum á síðasta ári, þar sem spurt var: “Er spilling víðtæk í stjórnkerfi lands þíns, eða ekki?“ Niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér að neðan (tvísmellið á myndina til að stækka hana). Ísland er í 42. sæti. Almenningur á Íslandi telur sem sagt í mun […]
Alltaf annað slagið gýs upp umræða um mikla fjölgun örorkulífeyrisþega á Íslandi. Margir virðast trúa því að hér sé framfærslubyrði samfélagsins óvenju mikil vegna örorku og elli. Hér sé alltof auðvelt að komast á örorkulífeyri. Það er ekki rétt, ef borið er saman við hinar norrænu þjóðirnar. Á myndinni hér að neðan má sjá hve […]
Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í herferð gegn fátækum í Reykjavík. Hún gagnrýnir harðlega að borgin skuli hafa hækkað leyfilega upphæð fjárhagsaðstoðar við fólk í sérstökum fjárhagsþrengingum. Segir að upphæðin nálgist lægstu laun um of og að þetta dragi úr vilja fólks til að vinna sér til sjálfsbjargar. Reykjavíkurborg hækkaði fjárhagsaðstoðina sem hluta af […]
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skekur nú heimsbyggðina með boðskap í nýrri skýrslu sinni um að rétt kunni að vera að skattleggja ríkasta fólkið og fyrirtæki meira til að vinna gegn halla á ríkisbúskap og ójöfnuði. Þetta eru helgispjöll í heimi hagfræðinnar, þar sem frjálshyggja og auðmannadekur hafa ráðið ríkjum. Boðskapur frjálshyggjumanna hefur frá um 1980 verið sá, að […]
Samtök atvinnulífsins og sumir stjórnmálamenn leggjast nú kröftuglega gegn alvöru kauphækkunum í komandi kjarasamningum. Það er aðfinnsluvert af tvennum ástæðum: Íslendingar tóku á sig meiri kjaraskerðingu en aðrar vestrænar þjóðir í kjölfar hrunsins Endurheimt viðunandi kaupmáttar hefur gengið of hægt og heldur nú aftur af hagvexti Það er óþolandi og beinlínis skaðlegt ef Íslendingar festast […]
Margt hefur skýrst um orsakir íslenska hrunsins á síðustu árum. Hrunið byrjaði sem hrun hlutabréfamarkaðarins haustið 2007. Síðan tók við hrun krónunnar frá ársbyrjun 2008 og loks kom hrun bankanna í október 2008. Eftir það hrundi traust á stjórnvöldum og efnahagslífið sökk í kreppu, sem náði botni á árinu 2010. Hrunið kom í kjölfar óvenju […]
Það er auðvitað hægt að hafa ýmsar skoðanir á fjárlögunum. En ef mið er tekið af málflutningi aðstandenda ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar þá blasa við a.m.k. þrenn stór mistök í fjárlagafrumvarpinu. Meðferðin á Landsspítalanum Undanhald í nýsköpun. Að setja auðmenn í forgang í skattalækkunum Allir voru sammála um að nú væri komið að umskiptum fyrir Landsspítalann. […]
Fyrri pistlar