Færslur fyrir flokkinn ‘Viðskipti og fjármál’

Mánudagur 24.09 2012 - 00:07

Hverjir drekktu Íslandi í skuldum?

Það var alltof mikil skuldasöfnun sem setti Ísland á hliðina, með hruni bankanna og krónunnar. Skuldasöfnun er algengasta ástæða alvarlegra fjármálakreppa í heiminum. Þær koma gjarnan í kjölfar aukins frelsis á fjármálamörkuðum, óhóflegrar spákaupmennsku, brasks eða annarrar umframeyðslu. Það sama gildir um þjóðarbúið og rekstur heimilis: Of mikil skuldsetning skapar áhættu. Alltof mikil skuldsetning skapar […]

Föstudagur 21.09 2012 - 09:29

61% Íslendinga eru aular – segir Viðskiptaráð

Það voru tímamót í kosningabaráttu Mitt Romneys í Bandaríkjunum er birt voru leynd ummæli hans á fjáröflunarfundi með auðmönnum þar vestra í vikunni (sjá hér). Hann sagði m.a. þetta: „… það eru 47 prósent … sem eru háð ríkinu, … sem telja að ríkið eigi að sjá fyrir þeim, sem telja sig eiga rétt á […]

Miðvikudagur 19.09 2012 - 00:15

Skattar og hagvöxtur í USA – Nokkrar lexíur

Á myndinni hér að neðan er sýnd þróun hátekjuskatts á einstaklinga í Bandaríkjunum, frá 1913 til 2012. Súlurnar sýna hæstu álagningu á háar tekjur. Þetta er ansi lærdómsrík mynd. Ekki síst fyrir algenga – en mjög villandi – umræðu um samband milli skatta og hagvaxtar. Staðreyndin er sú, að þegar hátekjuskattar voru hæstir í USA […]

Þriðjudagur 18.09 2012 - 08:51

Súrir frjálshyggjumenn

Pistill minn um lækkun frjálshyggju-vísitölunnar hefur hreyft við frjálshyggjumönnum – sem vonlegt er. Ég sagði það jafnvel fagnaðarefni að vísitala þessi lækkaði aðeins! Hins vegar eiga menn ekki að fjárfesta mikið í þessari vísitölu. Hún er órökrétt grautargerð með hagsmunaívafi og áróðursmarkmiði, eins konar naglasúpa í heimi vísitalna. Ef hún mælir eitthvað sem hönd er […]

Sunnudagur 16.09 2012 - 09:02

Góð frétt: Frjálshyggju-vísitalan lækkar!

Nú berast fregnir af því að frjálshyggju-vísitala Íslands hafi lækkað eftir hrun. Biskup frjálshyggjunnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur sjálfur sent út fréttatilkynningu um þessi tíðindi (sem birt er á Pressunni og hinum ókristilega vef amx-veitunnar). Biskupinn er með böggum hildar yfir þróuninni og hefur boðað sérlegan talsmann vísitölunnar til landsins, alla leið frá Norður Ameríku. […]

Föstudagur 14.09 2012 - 22:45

Sjálfstæðismaður styður góða hugmynd

Ég hef ekki verið aðdáandi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Málflutningur hans er oft mjög ómerkilegur og sumt sem tengist pólitík hans er skuggalegt, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri DV rifjaði upp um daginn. En Guðlaugur Þór reifaði góða hugmynd í pistli á Pressunni í vikunni. Sjálfsagt er að hann njóti sannmælis fyrir það. […]

Fimmtudagur 13.09 2012 - 14:14

Skattpíning Bjarna Benediktssonar

Í sjónvarpsumræðum frá Alþingi í gærkveldi, um stefnuræðu forsætisráðherra, sagði Bjarni Benediktsson að ríkisstjórnin verði að láta af skattpíningarstefnu sinni. Hvaða skattpíningarstefna er það? Ég hef áður sýnt að heildarskattheimta, þ.e. allar skatttekur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, hefur minnkað eftir hrun, en ekki aukist (sjá hér og hér og hér). Skatttekjurnar allar samanlagðar […]

Sunnudagur 09.09 2012 - 08:56

Frjálshyggjan fíflar alla

Forlagið  hefur nýlega gefið út bók hagfræðingsins Ha-Joon Chang, 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Höfundurinn er virtur fræðimaður við Cambridge háskóla í Englandi. Þessi bók á sérstaklega mikið erindi við Íslendinga. Bókin fjallar um mörg mikilvæg atriði samtímans á sviði efnahags- og stjórnmála, en er skýr og aðgengileg í framsetningu, fróðleg […]

Fimmtudagur 06.09 2012 - 21:22

Ísland og Írland – Ólíkar leiðir í kreppunni

Ísland vekur mikla athygli erlendis fyrir góðan árangur í að klifra upp úr kreppunni. En það vekur líka athygli að Ísland hefur farið aðra leið en flestar aðrar kreppuþjóðirnar. Hér var lægri og milli tekjuhópum hlíft við afleiðingum kreppunnar en þyngri byrðar lagðar á hærri tekjuhópa, sem meiri greiðslugetu hafa. Þetta hefur m.a. leitt til […]

Laugardagur 01.09 2012 - 11:28

Hættuleg einfeldni frjálshyggjunnar

Frjálshyggjumenn eiga það sameiginlegt með marxistum að trúa á eins konar lögmál um mannlífið. “Lögmálin” eru altækar kenningar sem einfalda veruleikann og veita forskrift sem iðuglega er einföld og einstrengingsleg. Ef “lögmálinu” er fylgt út í æsar fer iðuglega illa, því mannlífið lýtur ekki föstum einföldum lögmálum. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sagði í viðtali […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar